Fréttir

Snillinganámskeið

 Nú á að halda Snillinganámskeið hjá Fjölskyldudeild. Þetta námskeið er ætlað sex börnum fæddum 2002 og 2003 sem eru með ADHD greiningu (sjá nánar í auglýsingu).  Hér má sjá nánari auglýsingu og umsóknareyðublað.
Lesa meira

Dans, dans, dans...

Ball fyrir 1. - 7. bekk verður haldið fimmtudaginn 6. október í Síðuskóla.  Ballið er til styrktar vorferðalagi 10. bekkjar. 1. og 2. bekkur verða frá klukkan 16:00 - 17:30  (eingöngu fyrir nemendur Síðuskóla) 3. og 4. bekkur verða frá klukkan 17:30 - 19:00  (eingöngu fyrir nemendur Síðuskóla) 5.  -  7. bekkur verða frá klukkan 19:00 - 21:00 Verðið er óbreytt frá síðasta vetri eða 300 krónur inn á ballið.  Á ballinu verður selt sælgæti s.s. bland í poka, gos og fleira. Verðskrá má finna hér. Starfsmenn úr 10.bekk sjá um tónlist og stjórna einnig leikjum og dansi fyrir yngstu bekkina. Vonandi sjáum við sem flesta. 10. bekkingar í Síðuskóla.
Lesa meira

Náttúrufræðingur Síðuskóla

Umhverfisdagurinn í Síðuskóla var að þessu sinni haldinn á Degi íslenskrar náttúru þann 16. september. Ár hvert höldum við keppni um það, hver hlýtur þá heiðursnafnbótina Náttúrufræðingur Síðuskóla.  Keppnin felst í að greina 5 myndir af fuglum, 5 af plöntum og 5 landslags­myndir frá Íslandi.  Í ár voru það tveir nemendur sem deildu með sér titlinum, Berglind Pétursdóttir og Kjartan Atli Ísleifsson bæði í 9. bekk. Í þriðja sæti var svo Ingólfur Bjarni Svafarsson í 9. bekk. Fyrir frábæra frammistöðu fengu viðurkenningu þau Sóley Gunnarsdóttir í 3. bekk og Haukur Brynjarsson í 6. SEB.  Til hamingju, krakkar, með góðan árangur. 
Lesa meira

Í tilefni alþjóða tungumáladagsins 26. september 2011

Við viljum kynna fyrir ykkur ferðaljónin okkar.  Þetta eru tveir ljónshvolpar og þá langar svo mikið í ferðalag. Ef einhverjir nemendur eru að fara í ferðalag þætti þeim mjög gaman að fá að fara með.  Þeir eiga lítinn bakpoka og bók til að skrifa einhverjar ferðasögur í. Þeir ferðast hvor í sínu lagi og ætla að segja hvor öðrum og nemendum ferðasögurnar sínar.  Ef einhverjir hafa áhuga á að fá ferðaljón, sem á bakpoka og ferðabók til að skrifa í, lánaða í lengri eða styttri ferðir þá bíða þeir eftir ykkur á bókasafninu J Einnig óskum við eftir nöfnum á þessi flottu ferðaljón. Hugmyndum má skila á bókasafnið næstu daga.  Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá Guðrúnu á bókasafninu.
Lesa meira

Göngum í skólann!

Göngum í skólann var sett formlega föstudaginn 9. september í Síðuskóla.  Við setninguna voru allir nemendur og starfsmenn kallaðir saman í íþróttasal skólans þar sem töluðu Ólafur B. Thoroddsen skólastjóri Síðuskóla, Viðar Sigurjónsson sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyrar sem setti átakið formlega og Sindri Snær Konráðsson nemandi í 10 bekk sem talaði fyrir hönd nemenda. Að setningarathöfninni lokinni gengu allir nemendur skólans ásamt starfsmönnum og góðum gestum um nágrennið með hvatningarspjöld sem bentu á ágæti þess að ganga í skólann. Á alþjóðavísu er Göngum í skólann mánuðurinn í október og Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er 5. október. Göngum í skólann verkefnið fer fram hér á Íslandi í septembermánuði og því lýkur á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 5. október. Þeir sem að verkefninu standa hérlendis eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Landlæknisembættið, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðastofa og Landssamtökin Heimili og skóli. Heimasíða verkefnisins er  www.gongumiskolann.is. 
Lesa meira

Aðalfundur foreldra- og kennarafélags Síðuskóla (FOKS)

Aðalfundur FOKS verður haldinn fimmtudaginn kl. 20:00 í sal skólans. Vonumst við að sjá sem flesta á fundinum. Í hléi munum við selja restina af þeim skólafötum sem keypt voru veturinn 2008-2009. Við höfum ákveðið að selja þau mjög ódýrt.  Reglan verður sú að fyrstur kemur fyrstur fær. Sjá nánar hér varðandi verð og hvað við eigum mikið eftir. Dagskrá aðalfundar: 1.       Ávarp skólastjóra 2.       Skýrsla stjórnar 3.       Skýrsla gjaldkera 4.       – Kaffihlé –  5.       Kosning í stjórn (það vantar 2 nýja í stjórn) 6.       Breyting á lögum félagsins 7.       Önnur mál
Lesa meira

PMT foreldrafærninámskeið

Foreldranámskeið fyrir foreldra barna með ofvirkniog/eða  athyglibrest á aldrinum 5 – 10 ára. PMT foreldrafærninámskeið  (Parent Management Training) hefst þann 4. október nk. Um er að ræða námskeið sem stendur yfir í átta vikur. Meginmarkmið námskeiðsins er að kenna raunprófaðar og hagnýtar uppeldisaðferðir sem stuðla að jákvæðri hegðun barns og draga úr hegðunarvanda. Kostnaður er kr. 5.000 sem greiðist við skráningu en námskeiðið fékk styrk frá Félagsmálaráðuneytinu til að efla stuðnings- og nærþjónustu við börn með ADHD greiningu. Leiðbeinendur eru PMT meðferðaraðilar, Guðrún Kristófersdóttir sálfræðingur og Þuríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi. Sótt er um á tilvísaneyðublöðum skólateymis Fjölskyldudeildar. Nánari upplýsingar gefur Þuríður á Skóladeild Akureyrarbæjar í síma 460-1417 eða í tölvupósti: thuridur@akureyri.is.
Lesa meira

Leitin að grenndargralinu

Leitin að grenndargralinu hefst mánudaginn 5. september. Hér er á ferðinni spennandi ratleikur fyrir fróðleiksfúsa krakka á unglingastigi. Er þetta fjórða árið sem nemendur í 8.-10. bekk leita að grenndargralinu. Sex skólar taka þátt að þessu sinni en það eru Brekkuskóli, Glerárskóli, Giljaskóli, Lundarskóli, Oddeyrarskóli og Síðuskóli. Verkefnin sem þátttakendur kljást við tengjast sögu heimabyggðar. Þannig er reynt að auka áhuga og vitund þátttakenda á nánasta umhverfi í gegnum skemmtilegar og spennandi vettvangsferðir og rannsóknarleiðangra. Öll vinna nemenda fer fram utan skólatíma og því er um frjálsa þátttöku að ræða. Þátttakendur fá eina þraut til lausnar í viku hverri í 10 vikur. Við lausn hverrar þrautar fá þeir  bókstaf og er markmiðið að safna ákveðnum fjölda bókstafa sem að lokum mynda lykilorð. Þegar krakkarnir hafa raðað saman bókstöfunum og myndað sjálft lykilorðið hafa þeir öðlast rétt til að hefja leit að grenndargralinu.  Gralið er staðsett á Akureyri og fá krakkarnir vísbendingar sér til aðstoðar við leitina. Sá eða þeir sem fyrstir finna gralið teljast sigurvegarar í Leitinni að grenndargralinu árið 2011. Fá þeir grenndargralið til varðveislu í eitt ár. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Leitarinnarhttp://www.grenndargral.is/. og á facebook. Umsjón með Leitinnihafa kennarar í þátttökuskólunum sex. (Brynjar Karl Óttarsson umsjónarmaður Grenndargralsins)  
Lesa meira

Göngum eða hjólum í skólann

Í umhverfisstefnu Síðuskóla kemur m.a. fram að virðing fyrir umhverfinu eigi að vera sjálfsagður þáttur í öllu starfi stofnunarinnar og að fylgja skuli staðardagskrá 21 fyrir Akureyri eftir bestu getu. Eitt af markmiðunum sem sett hafa verið er að hvetja starfsfólk, nemendur og foreldra til að draga úr mengun, spara orku og bæta heilsuna með því að ganga eða hjóla í skólann þegar því verður við komið í daglegu starfi.   Í nokkur ár höfum við á hverju hausti minnt á mikilvægi þess að ganga eða hjóla í skólann með því að taka þátt í átakinu „Göngum í skólann“. Að þessu sinni verður verkefnið sett af stað miðvikudaginn 7. september og lýkur á alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 5. október. Sjá nánar um átakið Göngum í skólann á vefsíðunni http://www.gongumiskolann.is/. Að sjálfsögðu tökum við þátt í ár en leggjum áherslu á að við höfum það að markmiði að ganga eða hjóla í skólann allt árið um kring og hvetjum alla til þess að gera það. Rétt er að minna á að börn 14 ára og yngri eiga lögum samkvæmt að nota hjálm á reiðhjóli og við biðjum alla sem koma á hjóli í skólann um að ganga þannig frá hjólunum að hægt sé að komast hindrunarlaust inn í skólann.  Á vefsíðunni http://barn.is kemur fram að barn sem orðið er 7 ára má hjóla eitt á akbraut(http://barn.is/barn/unglingasida/hvenaer_matt_thu_hvad-/) og eins og fram kom í bréfi frá skólanum í fyrra þá verða foreldrar að meta hvort þeir treysta börnum sínum til að fara á hjóli í skólann, kenna börnunum að þekkja leiðina og brýna fyrir þeim að leiða hjólin yfir götur. Börnin eru auðvitað misjafnlega fær um að fara í skólann á hjólum en foreldrarnir eru best færir um að meta það.
Lesa meira

Skólabyrjun

Ágætu nemendur og foreldrar Skólasetning í Síðuskóla verður dagana 22. og 23. ágúst og hefst með samtali umsjónarkennara og foreldra og barns um skólastarfið í vetur. Tímasetning samtalanna verður send út vikuna 15. - 19. ágúst en þá viku koma kennarar til starfa í skólanum. Skólastjórar og ritari eru komnir til starfa þannig að hægt er að hringja í skólann ef upplýsingar vantar.
Lesa meira