Fréttir

Foreldraviðtöl

Foreldraviðtöl eru fyrir 1. - 6. bekk í dag, mánudaginn 10. janúar og fyrir alla bekki á morgun, þriðjudaginn 11. janúar.
Lesa meira

Skólahald fellur niður í dag

Vegna veðurs og ófærðar fellur skólahald niður í dag. Góða helgi.
Lesa meira

Óveður og skólahald

Þegar vond vetrarveður ganga yfir verða foreldrar að meta hvort óhætt teljist að senda barn í skólann eða til að komast heim úr skóla. Starfsfólk mætir í skólann þannig að þar á einhver að vera til taks. Í verstu veðrum er skóla aflýst og er það gert snemma að morgni í útvarpi og þá fyrir alla skóla á Akureyri. Sé barn heima vegna veðurs þarf að tilkynna það til ritara í síma eða tölvupósti.
Lesa meira

VIÐTALSDAGAR

Kæru nemendur og foreldrar Mánudaginn 10. janúar og þriðjudaginn 11. janúar  verður námsmat afhent með viðtali við nemendur og foreldra. Viðtölin er skipulögð þannig að 10. janúar eru viðtöl hjá 1. -6. bekk en kennt í 7. – 10. bekk.  11. janúar eru viðtöl í öllum bekkjardeildum skólans og ekki kennsla þann dag. Nemendur fá tilkynningu um viðtal rafrænt frá umsjónarkennara og ef sá tími hentar ekki þá vinsamlega hafið samband við umsjónarkennara eða ritara sem allra fyrst. Ef foreldrar eða kennarar vilja ræða einhver mál án þess að nemandinn sé viðstaddur þá er einfalt að verða við því. Æskilegt er að vera búin að fara yfir leiðsagnarmatið sem unnið var í skólabyrjun og á miðri önninni svo hægt sé að hafa þau til hliðsjónar í viðtölunum. Meðan á viðtölum stendur verða faggreinakennarar, sérkennarar og skólastjórnendur til viðtals í skólanum auk annars starfsfólks. Foreldrar barna í 1. – 4. bekk eru beðnir að hafa samband ef þeir vilja nota frístund fyrir hádegi viðtalsdagana. Síminn í frístund er 461 3473. Foreldrar eru beðnir að athuga hvort börn þeirra eigi föt eða aðra muni í óskilum í skólanum.
Lesa meira

Jólakveðja til foreldra og nemenda

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs um leið og við þökkum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.  Starfsfólk Síðuskóla   Nú kemur þú brosandi í bæinn blessaða nýja ár, með ferska framtíðarblæinn sem fortíðar þerrar tár. Því finnst mér að framundan létti og fyrnist óhöppin skeð. Því hægri hönd mína rétti, með hinni það liðna kveð.                                         H.G.  
Lesa meira

Foreldrar eru beðnir að sækja yngstu börnin

Foreldrar eru beðnir að sækja yngstu börnin í skólann þegar kennslu er lokið. Miða er við 1. til 5. bekk og eldri börn sem eiga heima langt frá skólanum.
Lesa meira

Skólaball fellur niður vegna veðurs

Skólaball sem átti að vera í kvöld, föstudag 17. desember, klukka 20 í Síðuskóla fellur niður vegna veðurs.
Lesa meira

Vatnstankur-Gjöf sem gefur

Á þemadögum í nóvember söfnuðu nemendur í 5. og 10. bekk peningum með því að selja knús. Þeir gáfu einnig út skólablað sem þeir hafa verið að selja. Með þessu tókst krökkunum að safna kr. 45.000.- og hefur peningunum nú verið varið í að kaupa gjafabréf fyrir vatnstank handa börnum í Úganda.  Vatn er undirstaða alls lífs en sumstaðar er það vandfundið. Munaðarlausu börnin í Úganda eyða mörgum klukkustundum á dag í að sækja það. Með gjafabréfinu spörum við þeim tíma og fyrirhöfn þar sem byggður verður vatnstankur við heimili þeirra.  Af bárujárnsþökum má safna rigningarvatni sem dugar 3-4 mánuði inn í þurrkatímann. Í stað þess að eyða deginum í að sækja vatn geta börnin sótt skóla! Á heimasíðunni http://gjofsemgefur.is/ má sjá fleiri gjafabréf sem fólk getur keypt handa bágstöddum.
Lesa meira

Jólabréf 2010

Kæru foreldrar og nemendur í Síðuskóla Nú er aðventan gengin í garð og jólin nálgast. Það er verið að skreyta skólann og nemendur að vinna að ýmsum verkefnum tengdum þessum árstíma. Verkefnin eru breytileg  eftir árgöngum og sem dæmi má nefna lestur jólabóka á bókasafninu, 6. bekkur æfir jólaleikrit, nokkrir árgangar baka laufabrauð og ekki má gleyma jólaföndri. Aðventuferðir í Minjasafns- og Glerárkirkju tilheyra þessum árstíma líka. Litlu jólin Litlu jólin eru 20. desember. Nemendum er skipt í tvo hópa. Fyrri hópurinn kemur klukkan 8:30 og sá seinni klukkan 10:30. Niðurröðun bekkja má sjá hér á eftir og einnig á heimasíðunni. Litlu jólin verða með svipuðu sniði og undanfarin ár. Nemendur hlusta á jólahugvekju, horfa á jólaleikrit 6. bekkjar og í íþróttasalnum dönsum við í kringum jólatréð. Nemendur fara síðan með umsjónarkennurum í bekkjastofur og eiga þar góða stund saman. Jólasveinar koma í stofurnar með glaðning handa þeim. Nemendum er frjálst að senda bekkjarfélögum jólakort en póstkassar verða fyrir hvern bekk. Niðurröðun bekkja á litlu jólin Kl. 8: 30 2. bekkur, 3. bekkur, 4. bekkur TS5. bekkur SB, 6. bekkur JÁ, 8. Bekkur9. bekkur B, 10. bekkur KLM. Kl. 10:30 1. bekkur, 4. bekkur ASR5. bekkur ÁEK,  6. bekkur HH7. bekkur, 9. bekkur HF, 10. bekkur SA. Þeir sem ætla að nýta sér frístund fyrir hádegi þann 20. desember eru beðnir um að hafa samband við Jóhönnu Jessen í síma 4613473 eða á netfangið sidufristund@akmennt.is fyrir 16. desember. Skólinn hefst aftur eftir jólaleyfi þriðjudaginn 4. janúar klukkan 8:00. Viðtalsdagar í Síðuskóla eru 10.og 11. janúar 2011. 1.-6. bekkur eru í viðtölum báða dagana og 10. janúar  er kennsla hjá 7.-10. bekk. 11. janúar er viðtalsdagur hjá öllum nemendum og ekki kennsla þann dag. (Sjá skýringar við skóladagatal á heimasíðu skólans). Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Spurningakeppni í eldri deildinni

  Þann 1. desemeber fór fram árleg spurningakeppni í 8. -10. bekk en þessi keppni hefur verið árviss viðburður hér í skólanum síðan 1998. Allir keppendur stóðu sig af stakri prýði en sigurvegararnir þetta árið voru nemendur í 10. bekk. Við óskum þeim til hamingju með sigurinn.   Myndir frá spurningakeppninni má sjá hér.
Lesa meira