Dagur íslenskrar tungu

Miðvikudaginn 16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu og þá hittast allar unglingadeildir skólanna á Akureyri. 8. bekkingar hittast í Brekkuskóla og 10. bekkingar í Lundarskóla, allir 9. bekkingar  koma saman í Síðuskóla. Sérstök dagskrá er í skólunum sem taka á móti unglingunum og að þessu sinni er dagurinn tileinkaður íslenskum samtímaskáldum. Þessi háttur hefur verið hafður á undanfarin ár og tekist vel. Einnig fara nemendur í 4. bekk og lesa upp fyrir börn í leikskólum hér í nágrenninu. Í Háskólanum á Akureyri er dagskrá í tilefni dagsins og er hún helguð Jónasi Hallgrímssyni og hefst klukkan 17:00 og stendur til 18:30. Meðal dagskrárliða er að börn úr grunnskólum í Eyjafirði flytja ljóð eftir Jónas og segja frá nýyrðasmíði hans. Auður Katrín Ægisdóttir í fjórða bekk  mun þar flytja ljóð fyrir hönd Síðuskóla.

Miðvikudaginn 16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu og þá hittast allar unglingadeildir skólanna á Akureyri. 8. bekkingar hittast í Brekkuskóla og 10. bekkingar í Lundarskóla, allir 9. bekkingar  koma saman í Síðuskóla. Sérstök dagskrá er í skólunum sem taka á móti unglingunum og að þessu sinni er dagurinn tileinkaður íslenskum samtímaskáldum. Þessi háttur hefur verið hafður á undanfarin ár og tekist vel.


Einnig fara nemendur í 4. bekk og lesa upp fyrir börn í leikskólum hér í nágrenninu. Í Háskólanum á Akureyri er dagskrá í tilefni dagsins og er hún helguð Jónasi Hallgrímssyni og hefst klukkan 17:00 og stendur til 18:30.


Meðal dagskrárliða er að börn úr grunnskólum í Eyjafirði flytja ljóð eftir Jónas og segja frá nýyrðasmíði hans. Auður Katrín Ægisdóttir í fjórða bekk  mun þar flytja ljóð fyrir hönd Síðuskóla.