Fréttir

ICT4U - VERKEFNIÐ

Comeniusarferð nemenda og kennara við Síðuskóla til Spánar. 6 nemendur úr 10. bekk Síðuskóla, þau Axel, Birgitta, Guðrún, Halldóra, Marta og Valgeir Andri fóru 7. maí í ferð til Spánar ásamt 2 kennurum, Björk og Bibba,  til að vinna að Comeniusarverkefni sem unnið er á vegum skólans. Verkefnið tengist upplýsingamennt í skólastarfi og var þetta vikuferð. Nemendurnir stóðu sig gríðarlega vel og unnu vel með nemendum frá Grikklandi, Ungverjalandi, Belgíu og Spáni, sem eru samstarfslönd Síðuskóla í verkefninu. Verkefnið gengur út á það að nemendur kenna kennurum að nýta sér forrit á netinu til kennslu. Nemendur fræða kennara um hvernig þeir eiga að nálgast forritið, hvernig það virkar, hvaða kostum það býr yfir og hvernig nemendur sjá það fyrir sér sem tæki í kennslu. Nemendur og kennarar voru ánægðir með ferðina og uppskeran var lærdómur í menningu, ensku og upplýsingatækni í sambland við lífsreynslu, gleði og innkaup. Farið var til Spánar á laugardegi og til baka á föstudegi en gist var eina nótt í London á leiðinni heim. Nokkrar myndir úr ferðinni.
Lesa meira

Landsmót í skólaskák í Síðuskóla

Um helgina fer fram landsmót í skólaskák og er það haldið í Síðuskóla. Mótið hófst á fimmtudag en þar sem kennsla var í fullum gangi hér í skólanum var teflt í Íþróttahöllinni, en keppendur gistu hér í skólanum. Um helgina er mótinu fram haldið hér í skólanum. Keppt er í tveimur flokkum, eldri og yngri. Myndir og umfjöllun um mótið má sjá á http://www.skak.is og http://www.skakfelag.blog.is/blog/skakfelag/. Á seinni síðunni má einnig finna skákir úr mótinu. Norðanmenn vænta mikils af sínum mönnum sem óefað munu blanda sér í toppbaráttuna. Dagskrá mótsins má finna hérhttp://www.skakfelag.blog.is/blog/skakfelag/entry/1165863/og eru gestir velkomnir. Úrslit, stöðu og pörun má sjá á stöðu hjá eldri flokknum má sjá hérhttp://chess-results.com/tnr49700.aspx?art=1&lan=1&wi=1000 og hjá yngri flokknum hérhttp://chess-results.com/tnr49699.aspx?art=1&lan=1&wi=1000.
Lesa meira

1. bekkur og húsdýrin

Krakkarnir í 1. bekk hafa verið að vinna með húsdýrin síðustu vikur. Var sú vinna samþætt Byrjendalæsi þar sem unnið var  með bækurnar Afi minn i sveitinni og Íslensku húsdýrin.  Unnið var hörðum höndum við að klára dýrin fyrir vorhátíðina. Einnig útbjuggu krakkarnir kórónur handa verðandi 1. bekkingum í Síðuskóla.  Hér má sjá myndir sem sýna vinnu krakkanna í vikunni fyrir vorhátíðina og hluta af afrakstri vetrarins.
Lesa meira

Valgreinar í unglingadeildum

Þessa dagana fer fram val hjá unglingunum fyrir næsta skólaár. Nemendur er minntir á að ganga frá valblaðinu sínu og skila á morgun miðvikudag.
Lesa meira

Framúrskarandi skólastarf

Samkvæmt skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar.  Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur.  Sjá  fréttatilkynningu á heimasíðu skóladeildar.  
Lesa meira

Valgreinar 2011-2012

Umsóknir og kennslulýsingar fyrir valgreinar í 8.-10. bekk skólaárið 2011-2012 eru komnar inn á heimasíðuna. Hægt er að nálgast þær með því að smella hér.
Lesa meira

Vorhátíð Síðuskóla

Vorhátíð Síðuskóla verður 8. maí 2011 Frá 14:00-16:00.   Dagskrá dagsins 13:00    Verðandi 1. bekkingar, sérstaklega boðnir velkomnir á sal skólans. Dagskrá á sviði 14:00    Formaður Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla segir nokkur orð 14:05   Ávarp skólastjóra 14:10    Nemendur syngja skólasönginn ásamt RÚNARI EFF 14:15    RÚNAR EFF syngur lög 14:25    Kristrún Jóhannesdóttir  í 7. bekk, les ljóðið Hindin eftir Davíð Stefánsson. 14:30    Lilli klifurmús kemur í heimsókn 14:40    Tombóla, hoppukastali, kaffi - og pylsusala opnar Sýning í stofum nemenda á því sem þeir hafa verið að vinna að í vetur. Tombóla í stofu 25 og 26 á B – gangi. Andlitsmálun í stofu 31 á B – gangi. Hoppukastali/þrautabraut fyrir framan innganginn á B- gangi sunnan við skólann.
Lesa meira

Grunnskólablakmót

Fyrir stuttu var haldið blakmót fyrir nemendur í 7. – 9. bekk  grunnskólanna á Akureyri.   Úr Síðuskóla tóku tvö lið þátt með góðum árangri, eitt lið úr 7. bekk og eitt lið úr 9. bekk. Bæði liðin stóðu sig mjög vel. 7. bekkingar gerðu sér lítið fyrir og  unnu mótið í sínum aldursflokki. Þeir komu heim með bikar og að auki vegleg verðlaun, sem eru pizzaveisla fyrir bekkinn.      Við óskum krökkunum til hamingju með árangurinn á þessu blakmóti. Hér eru nokkrar myndir af sigurliðinu úr 7. bekk, sem kallar sig „The Sunshine Boys“.  Blakarar í þessu liði heita: Alexander Kristján Sigurðsson, Mads Lund Munkö, Róbert Andri Steingrímsson og Svanur Áki Ben Pálsson .
Lesa meira

Íslensku menntaverðlaunin

Afhent í vor í sjöunda sinn. Verðlaun þessi eru sannkölluð þjóðarverðlaun því hver og einn getur sent inn sínar tilnefningar. Við höfum flest skoðanir á því hvað sé góður kennari, frábært námsefni ellegar góður skóli.  Því viljum við hvetja alla til að senda inn tilnefningar um þá sem þeir telja að hafi gert góða hluti og eigi skilið að fá Íslensku menntaverðlaunin, og þannig vekja athygli á því sem vel er gert í íslenskum grunnskólum. Verðlaunaflokkar Íslensku menntaverðlaunanna: 1. Skólar sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi.2. Kennarar sem skilað hafa merku ævistarfi eða á annan hátt hafa skarað framúr.3. Ungt fólk sem í upphafi kennsluferils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt.4. Höfundar námsefnis sem stuðlað hafa að nýjungum í skólastarfi. Nánari upplýsingar á www.forseti.is. Tilnefningar skal senda hvort sem er til skrifstofu forseta Íslands, Staðastað, Sóleyjargötu 1, 150 Reykjavík, eða á netfangið mennta­verdlaun@forseti.is Síðasti skiladagur tilnefninga er þriðjudaginn 10. maí 2011. Vekjum athygli á því sem vel er gert
Lesa meira

Páskaleyfi

Skóli hefst að nýju eftir páskaleyfi þriðjudaginn 26. apríl samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira