Fréttir

Íþróttaval 1.-6. bekk

1. nóvember fer tilraunaverkefni af stað, þar sem nemendum í 1. til 6. bekk er gefinn kostur á að taka þátt í íþróttavaltíma eftir hádegi. Markmið er að auka hreyfingu barnanna, stuðla að hollum lífsvenjum, efla líkams- og félagsþroska og einfaldlega að vera saman og hafa gaman í leik og samveru. Þessir tímar eru fyrir utan hefðbundna skólatíma og það er alveg frjálst að taka þátt. Tímarnir eru 1 sinni í viku í 60 mínútur, fara fram í íþróttahúsinu í Síðuskóla og eru ókeypis. Tímasetning er eftirfarandi: 1. og 2. bekkur á mánudögum kl.13:20-14:20 5. og 6. bekkur á mánudögum kl.14:20-15:20 3. og 4. bekkur á fimmtudögum kl. 13:15-14:15 Umsjón með tímunum hefur Rainer Jessen íþróttakennari og ef upp koma spurningar varðandi þessa tíma þá vinsamlegast hafið samband við rainer@akmennt.is . Allir nemendur frá 1.-6. bekk eru velkomnir í þessa tíma sem byrja mánudaginn 1. nóvember.
Lesa meira

Nemendaráð Síðuskóla

Kosið hefur verið í nemendaráð Síðuskóla í fyrsta skiptið í mörg ár.  Fulltrúar koma úr 6. - 10. bekk skólans og eru: Formaður - Valgeir Andri Ríkharðsson, 10. bekk Varaformaður - Anton Freyr Jónsson, 10. bekk Ritari - Helena Rut Pétursdóttir, 9. bekk Meðstjórnendur -    Ómar Berg Jóhannesson, 9. bekk,    Kjartan Atli Ísleifsson 8. bekk,    Hrannar Ingi Óttarsson 7. bekk,   Haukur Örn Valtýsson 6. bekk.
Lesa meira

Skipulagsdagar og haustfrí

Ágætu foreldrar Við minnum á það að á fimmtudag og föstudag næstkomandi eru skipulagsdagar í skólanum.  Flestir starfsmenn skólans fara í skólaheimsóknir í Reykjavík og Hafnarfirði ásamt því að fara á fyrirlestra um skólamál. Á mánudag og þriðjudag í næstu viku er svo haustfrí í skólanum. Engin kennsla verður þessa daga en miðvikudaginn 27. október mætum við aftur í skólann og tökum til við nám og kennslu af fullum krafti aftur eftir haustleyfið. Vonandi hafið þið tækifæri til að njóta þessara daga með börnunum ykkar.
Lesa meira

Aðeins meira um þemadagana

Það var mikið að gerast hjá nemendum skólans á þemadögum. Teknar voru mjög margar myndir og má sjá hvað var í gangi hér.
Lesa meira

Þemadagar

Þemadagar verða í skólanum í þessari viku eða 13. og 14. október sem eru miðvikudagur og fimmtudagur. Efni þemans í þetta sinn er um SMT skólafærni og vinna nemendur með ýmislegt því tengdu og ekki síst einkunnarorðin ábyrgð - virðing - vinátta. Markmiðið er að skerpa sýnina á SMT og einnig að brjóta upp skólastarfið vinna með öðrum hætti en venjulega sem gefur svo kost á fjölbreyttari kennsluháttum. Margir nemendur njóta sín sérstaklega vel í starfi eins og er á þemadögum   Talsverður undirbúningur hefur verið og er nemendum skipt upp í hópa þannig að 1. og 6. bekkur vinna saman, 2. og 7. bekkur, 3. og 8. bekkur, 4. og 9. bekkur og 5. og 10. bekkur. Spennandi verður að sjá hvernig ólíkum aldurshópum gengur að vinna saman og hafa nemendur í sumum hópum hittst nú þegar til að kynnast svolítið. Skólatíminn breytist þessa daga og lýkur honum hjá öllum aldurshópum klukkan 13:15.
Lesa meira

1. bekkur 2010-2011

34 börn hófu nám í 1. bekk Síðuskóla í haust. Það eru 15 drengir og 19 stúlkur. Tveir umsjónarkennarar eru með hópinn ásamt stuðningsfulltrúa. Nemendur vinna saman í fjölbreyttum hópum allt eftir viðfangsefni hverju sinni.  Unnið er samkvæmt Byrjendalæsi og aðrar námsgreinar samþættar því eins og tækifæri gefast til. ,,Skólaárið fer vel af stað hjá bekknum og þessir nýjustu nemendur Síðuskóla eru mjög iðnir og skapandi" segja Elfa Björk Jóhannsdóttir og Margrét Bergmann Tómasdóttir sem eru stoltir kennarar 1. bekkjar skólaárið 2010-2011. Það hafa verið teknar fjölmargar myndir af krökkunum og má finna sjá eitthvað af þeim hér og verið er að vinna í því að setja fleiri myndir inn.
Lesa meira

Norræna skólahlaupið

Norræna skólahlaupið fór fram í Síðuskóla í dag, fimmtudaginn 30. september, með miklum glæsibrag. Nemendur og starfsfólk fóru samtals meira en 900 kílómetra og margir nemendur sýndu frábæra tilburði og kennarar og starfsfólk tóku einnig vel á því. Nemendum var skipt í 3 hópa og voru veitt verðlaun fyrir þrjá fyrstu strákana og þrjár fyrstu stelpurnar í hverjum hópi. Í 8.-10. bekk voru þessir fyrstir:  Kolbeinn Höður Gunnarsson 10. be.  Anton Freyr Jónsson 10. be.  Emil Þór Arnarson 8. be.    Erla Sigríður Sigurðardóttir 8. be.  Helena Rut Pétursdóttir 9. be.  Eva Kristín Evertsdóttir 9. be. Í 5.-7. bekk voru þessir fyrstir:  Haukur Brynjarsson 5. be.  Sævar Þór Fylkisson 5. be.  Hafþór Már Vignisson 6. be.  Melkorka Ýr Ólafsdóttir 7. be.  Karen Sif Jónsdóttir 7. be.  Hulda Björg 5. be. Í 1.-4. bekk voru þessir fyrstir:  Sindri Már Sigurðsson 4. be.  Elmar Þór Jónsson 3. be.  Karl Raguel Alexandersson 4. be.  Hulda Karen Ingvarsdóttir 4. be.  Inga Rakel Pálsdóttir 4. be.  Fanney Rún Stefánsdóttir 4. be. Í heildina tókst hlaupið mjög vel og verða birtar myndir frá hlaupinu hér mjög fljótlega.
Lesa meira

Skipulagsdagur 1. október.

Föstudaginn 1. október er skipulagsdagur í skólanum og engin kennsla. Frístund er opin eftir hádegi. Starfsfólk skólans mun þennan dag taka þátt í ráðstefnunni Samstarf og samræða allra skólastiga sem haldin er hér á Akureyri. Fjallað verður um nýjar aðalnámskrár og grunnþætti menntunar. Ólafur B. Thoroddsen Skólastjóri Síðuskóla
Lesa meira

Fræðslufundur fyrir foreldra um SMT – skólafærni

Þann 30. september klukkan 17:00 til 18:00 verður fræðslufundur um SMT – skólafærni fyrir foreldra barna í 1. bekk og aðra foreldra sem vilja rifja upp eða hafa ekki farið á slíka fræðslufundi. Fundurinn verður haldinn á sal Síðuskóla og við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Lesa meira

Leitin að grenndargralinu 2010

Þriðja vika í Leitinni er hafin. Tæplega 50 krakkar úr Giljaskóla, Glerárskóla og Síðuskóla hafa við upphaf þriðju viku skilað inn úrlausnum við fyrstu þraut og fengið fyrsta bókstafinn. Nokkrir úr þessum hópi hafa skilað inn réttum úrlausnum við þraut nr. 2. Enn er hægt að hefja leik og mun fyrsta þraut standa verðandi þátttakendum til boða út þessa viku. Ef einhver vill hefja leik eftir þann tíma er viðkomandi vinsamlegast beðinn um að hafa samband við umsjónarmann Leitarinnar. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Leitarinnar. Slóðin er www.grenndargral.is.
Lesa meira