Göngum eða hjólum í skólann

Verum vel búin á hjólinu!
Verum vel búin á hjólinu!
Í umhverfisstefnu Síðuskóla kemur m.a. fram að virðing fyrir umhverfinu eigi að vera sjálfsagður þáttur í öllu starfi stofnunarinnar og að fylgja skuli staðardagskrá 21 fyrir Akureyri eftir bestu getu. Eitt af markmiðunum sem sett hafa verið er að hvetja starfsfólk, nemendur og foreldra til að draga úr mengun, spara orku og bæta heilsuna með því að ganga eða hjóla í skólann þegar því verður við komið í daglegu starfi.   Í nokkur ár höfum við á hverju hausti minnt á mikilvægi þess að ganga eða hjóla í skólann með því að taka þátt í átakinu „Göngum í skólann“. Að þessu sinni verður verkefnið sett af stað miðvikudaginn 7. september og lýkur á alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 5. október. Sjá nánar um átakið Göngum í skólann á vefsíðunni http://www.gongumiskolann.is/. Að sjálfsögðu tökum við þátt í ár en leggjum áherslu á að við höfum það að markmiði að ganga eða hjóla í skólann allt árið um kring og hvetjum alla til þess að gera það. Rétt er að minna á að börn 14 ára og yngri eiga lögum samkvæmt að nota hjálm á reiðhjóli og við biðjum alla sem koma á hjóli í skólann um að ganga þannig frá hjólunum að hægt sé að komast hindrunarlaust inn í skólann.  Á vefsíðunni http://barn.is kemur fram að barn sem orðið er 7 ára má hjóla eitt á akbraut(http://barn.is/barn/unglingasida/hvenaer_matt_thu_hvad-/) og eins og fram kom í bréfi frá skólanum í fyrra þá verða foreldrar að meta hvort þeir treysta börnum sínum til að fara á hjóli í skólann, kenna börnunum að þekkja leiðina og brýna fyrir þeim að leiða hjólin yfir götur. Börnin eru auðvitað misjafnlega fær um að fara í skólann á hjólum en foreldrarnir eru best færir um að meta það.

Í umhverfisstefnu Síðuskóla kemur m.a. fram að virðing fyrir umhverfinu eigi að vera sjálfsagður þáttur í öllu starfi stofnunarinnar og að fylgja skuli staðardagskrá 21 fyrir Akureyri eftir bestu getu. Eitt af markmiðunum sem sett hafa verið er að hvetja starfsfólk, nemendur og foreldra til að draga úr mengun, spara orku og bæta heilsuna með því að ganga eða hjóla í skólann þegar því verður við komið í daglegu starfi.

 

Í nokkur ár höfum við á hverju hausti minnt á mikilvægi þess að ganga eða hjóla í skólann með því að taka þátt í átakinu „Göngum í skólann“. Að þessu sinni verður verkefnið sett af stað miðvikudaginn 7. september og lýkur á alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 5. október.

Sjá nánar um átakið Göngum í skólann á vefsíðunni http://www.gongumiskolann.is/.


Að sjálfsögðu tökum við þátt í ár en leggjum áherslu á að við höfum það að markmiði að ganga eða hjóla í skólann allt árið um kring og hvetjum alla til þess að gera það. Rétt er að minna á að börn 14 ára og yngri eiga lögum samkvæmt að nota hjálm á reiðhjóli og við biðjum alla sem koma á hjóli í skólann um að ganga þannig frá hjólunum að hægt sé að komast hindrunarlaust inn í skólann. 


Á vefsíðunni http://barn.is kemur fram að barn sem orðið er 7 ára má hjóla eitt á akbraut(http://barn.is/barn/unglingasida/hvenaer_matt_thu_hvad-/) og eins og fram kom í bréfi frá skólanum í fyrra þá verða foreldrar að meta hvort þeir treysta börnum sínum til að fara á hjóli í skólann, kenna börnunum að þekkja leiðina og brýna fyrir þeim að leiða hjólin yfir götur. Börnin eru auðvitað misjafnlega fær um að fara í skólann á hjólum en foreldrarnir eru best færir um að meta það.