Fréttir

Comeniusheimsókn í Síðuskóla

    Vikuna 29.nóvember til 3.desember voru í heimsókn í Síðuskóla nemendur og kennarar frá Grikklandi, Spáni, Ungverjalandi og Belgíu.  Nemendur voru í kennslustundum með nemendum í 9. og 10.bekk en kennarar hittust og ræddu málin.  Heimsóknin var í tengslum við samstarf skóla frá þessum löndum.  Síðuskóli vinnur að því með hinum skólunum að nýta tölvutæknina meira í kennslu.  Nemendur sem koma að þessu verkefni munu uppfræða kennara um það hvernig þeir geti nýtt sér tölvutæknina til að gera kennslustundirnar fjölbreyttari og vonandi bæði skemmtilegri og meira hvetjandi fyrir nemendur til að læra. Þessi heimsókn er fyrsta verkefnið í verkefninu ICT4U sem styrkt er af Evrópusambandinu og í framhaldinu munu kennarar og nemendur við Siðuskóla sækja aðra þátttakendur heim. Nemendur sem komu hingað gistu hjá nemendum og fjölskyldum þeirra og báru mikið lof á allar aðstæður og vildu þeir helst ekki yfirgefa landið þegar kom að brottfarardegi.  Við viljum þakka þeim fjölskyldum sem opnuðu heimili sín fyrir erlendum nemanda þessa viku og tóku undir sinn verndarvæng.  Þetta verkefni hefði aldrei gengið svona vel nema vegna velvilja foreldra.  Takk fyrir það.Bibbi, umsjónarmaður Comeniusverkefnisins fyrir hönd Síðuskóla. Hér má sjá eldri myndir frá Comeniusarverkefninu      
Lesa meira

Gaman saman í textílmennt!

Nemendur í 4. -10. bekk hafa verið að vinna að hinum ýmsu verkefnum í textilmennt.   Nemendur í 4. bekk hafa verið að sauma út og búa til lítinn púða. Þeir hafa verið að vinna með efni og saumað á saumavél. Nemendur í 5. bekk hafa verið að búa til bakpoka sem þeir sauma í merki eða myndir. Nemendur úr 6. bekk hafa verið að sauma svuntur. Nemendur í 7. bekk hafa verið að sauma stafi í handklæði ásamt því að vera með verkefni sem þeir velja sjálfir. Í valinu sem í eru nemendur úr 8. 9. og 10.bekk vinna þeir verkefni fyrir Rauðakrossinn sem heitir Föt sem framlag en í því verkefni er verið að sauma ungbarnaföt og ungbarnateppi.     Í október var kennaranemi hjá okkur sem kenndi 5. til 10. bekk bútasaum. Nemendur lærðu að skera efni og raða saman munstri og sauma saman. Flestir gerðu kodda og töskur en elstu nemendurnir eru að vinna að bútasaumsteppum sem gefin verða til Rauðakrossins. Til að sjá fleiri skemmtilegar myndir smellið hér.      
Lesa meira

Þær stóðu sig vel í leitinni að Grenndargralinu!

  Leitinni að Grenndargralinu er lokið og að þessu sinni vann Glerárskóli keppnina, eins og áður hefur komið fram og óskum við þeim til hamingju. Í Síðuskóla voru tvær stúlkur sem náðu glæsilegum árangri og luku keppninni en þær eru Elfa Jónsdóttir og Katrín Lóa Traustadóttir í 9. bekk. Þær fengu í morgun viðkenningar fyrir árangurinn og til hamingju stelpur þetta var frábært hjá ykkur. 
Lesa meira

Meira um Grenndargralið

  Í haust hefur staðið yfir leikurinn Leitin að Grenndargralinu sem er samvinnuverkefni Síðuskóla, Giljaskóla og Glerárskóla. Nú er leitinni lokið og að þessu sinni vann Glerárskóli keppnina og óskum við þeim til hamingju. Í Síðuskóla voru tvær stúlkur sem náðu glæsilegum árangri og luku keppninni en þær eru Elfa Jónsdóttir og Katrín Lóa Traustadóttir í 9. bekk. Þær fengu í morgun viðkenningar fyrir árangurinn og til hamingju stelpur þetta var frábært hjá ykkur.
Lesa meira

Venjulegur dagur í unglingadeild

Venjulegur skóladagur í Síðuskóla er kannski ekkert merkilegur en t.d. í unglingadeild er fjöldinn allur af nemendum sem vinna vinnuna sína daglega og leggja sig alla fram. Nýlega voru teknar nokkrar myndir þar sem sjá má nemendur 10. bekkjar vinna saman í dönskutíma og síðan slaka á frammi á gangi á milli tíma.  
Lesa meira

Markaðsdagur í Síðuskóla laugardaginn 27. nóvember

10. bekkingar hyggjast hafa markaðsdag í skólanum laugardaginn 27. nóvember n.k. og mun allur ágóði hans renna í fjáröflunarsjóð bekkjanna fyrir útskriftar-ferð þeirra vorið 2011. Hugmyndin er sú að hafa þetta eingöngu endurnýtanlegan efnivið í anda þeirrar umhverfisstefnu sem ríkjandi er í Síðuskóla. Leitum við nú til ykkar með efnivið á markaðinn og nú er akkúrat tíminn til að skoða í skápa, geymslur og háaloftið eftir varningi sem hentar á markað sem þennan.  Tekið er við eftirtöldu á markaðinn: Fatnaði af öllum gerðum og stærðum. Skóm og töskum af öllum gerðum og stærðum. Skartgripum, úrum og öðru skrautlegu. Bókum, DVD diskum og geisladiskum. Vinsamlegast afhendið fatnað flokkaðan; Stúlku-, drengja-, unglinga-, konu- og karlaföt. Tekið verður á móti varningi, miðviku-, og fimmtudag 24.-25. nóvember frá kl. 17-19. Með fyrirfram þökk til allra sem geta lagt okkur lið,  nemendur og foreldrar 10 bekkja 2010-2011 Ath: Ef það verður eitthvað eftir af varningi í lok markaðsdags mun það renna óskipt til Mæðrastyrktsnefndar á Akureyri.
Lesa meira

Jólakortaföndurdagur

Á fimmtudaginn, 25. nóvember kl. 17-19 ætlum við að hittast í matsal skólans og föndra jólakort. Bára Waag er að framleiða alls kyns föndurefni fyrir jólakort og ætlar að selja það á vægu verði:  Blandað efni í 5 kort kr. 500,- og í 10 kort kr. 800,-  Stimplað á 5 kort kr. 50,-  Alls konar munstraður bakgrunnur kr. 30,- Foreldrafélagið ætlar að gefa karton til kortagerðarinnar. Við viljum biðja ykkur um að skrá þátttöku ykkar og taka fram nafn barns, bekk og hve mikið þið viljið fá af föndurgerðarefni. Þessar upplýsingar megið þið gjarnan senda bæði á keilusida6@simnet.is og á bara@internet.is. (ATH. þeir sem búnir eru að skrá sig þurfa ekki að gera það aftur) Bára er með facebook síðu - Handverk Báru - ef þið viljið kynna ykkur hvernig kort hún verður með. Við bjóðum starfsfólk skólans að sjálfsögðu velkomið líka. Vonandi sjáum við sem flesta Kær kveðja Stjórn FOKS
Lesa meira

Norræni loftslagsdagurinn 2010

Nemendur og margir kennarar í Síðuskóla héldu upp á Norræna loftslagsdaginn þann 11. nóvember, eins og margir aðrir skólar á Norðurlöndum, með því að fjalla um loftslagsmál og taka þátt í spurningaleikjum. Þetta er annað árið í röð sem þessi dagur er valinn sérstaklega og er markmið hans að auka þekkingu nemenda á loftslagsmálum og virkja börn og ungmenni til þátttöku í aðgerðum í loftslagsmálum sem og að efla samstarf milli kennara á Norðurlöndum. Dagurinn er sameiginlegt verkefni allra norrænu menntamálaráðherranna. Í ár var dagurinn í samvinnu við norrænt tungumálaátak og gafst nemendum tækifæri á að taka þátt í samnorrænni keppni sem að hluta til var unnin á dönsku, sænsku eða norsku. Slóðin inn á keppnina var www.klimanorden.org en auk þess að taka þátt í þeirri keppni þá voru nemendur hvattir til að skila svörum sínum líka skriflega (á sérstökum skráningablöðum) og fengu þeir spurningarnar og svarmöguleikana þýdda á íslensku. Í morgun voru nemendur síðan kallaðir á sal og rétt svör skoðuð á sýningartjaldi. Í framhaldi af því voru nöfn þeirra nemenda sem svöruðu öllum spurningum rétt sett í skál og dregin út fjögur nöfn (tveir nemendur úr yngri deild og tveir úr þeirri eldri). Alls voru það 12 nemendur í 3. - 6. bekk sem svöruðu öllu rétt og 53 nemendur í 7. - 10. bekk. Það voru Hákon Karl Sölvason í 3. MB, Jóna Guðný Pálsdóttir í 5. SEB, Andri Páll Helgason í 7. KJK2 og Kjartan Atli Ísleifsson í 8. bekk sem höfðu heppnina með sér og fengu þau öll gjöf frá skólanum. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.   
Lesa meira

Grenndargralið fundið!

Sigurvegarar í leitinni að grenndargralinu!   Leitinni að grenndargralinu árið 2010 lauk síðasta þriðjudag 9. nóvember. Sigurvegarnir voru Mjölnismennirnir Aron Elvar og Baldvin Kári úr Glerárskóla. Sjá nánar hér.
Lesa meira

Öðruvísi dagar

Við höfum gert okkur dagamun í skólanum með því að hafa furðufatadag en í fyrra var ekki furðufatadagur heldur Öðruvísidagar í eina viku. Ákveðið var að hafa þetta með sama hætti og í fyrra vegna þess hve vel tókst til. Óskað var eftir tillögum frá nemendaráði sem brást snöfurmannlega við og sendi eftirfarandi tillögur sem samþykktar voru: Mánudagur: Bannað að mæta í svörtu. Þriðjudagur: Gleraugnadagur. Miðvikudagur: Lopapeysudagur. Fimmtudagur: Hatta/húfu/hettudagur. Föstudagur: Strákar mæta í stelpufötum og öfugt. Foreldrar eru beðnir að hvetja börn sín til að taka þátt í þessu gamni.
Lesa meira