Náttúrufræðingur Síðuskóla

Umhverfisdagurinn í Síðuskóla var að þessu sinni haldinn á Degi íslenskrar náttúru þann 16. september. Ár hvert höldum við keppni um það, hver hlýtur þá heiðursnafnbótina Náttúrufræðingur Síðuskóla.  Keppnin felst í að greina 5 myndir af fuglum, 5 af plöntum og 5 landslags­myndir frá Íslandi.  Í ár voru það tveir nemendur sem deildu með sér titlinum, Berglind Pétursdóttir og Kjartan Atli Ísleifsson bæði í 9. bekk. Í þriðja sæti var svo Ingólfur Bjarni Svafarsson í 9. bekk. Fyrir frábæra frammistöðu fengu viðurkenningu þau Sóley Gunnarsdóttir í 3. bekk og Haukur Brynjarsson í 6. SEB.  Til hamingju, krakkar, með góðan árangur. 

Umhverfisdagurinn í Síðuskóla var að þessu sinni haldinn á Degi íslenskrar náttúru þann 16. september. Ár hvert höldum við keppni um það, hver hlýtur þá heiðursnafnbótina Náttúrufræðingur Síðuskóla


Keppnin felst í að greina 5 myndir af fuglum, 5 af plöntum og 5 landslags­myndir frá Íslandi. 


Í ár voru það tveir nemendur sem deildu með sér titlinum, Berglind Pétursdóttir og Kjartan Atli Ísleifsson bæði í 9. bekk. Í þriðja sæti var svo Ingólfur Bjarni Svafarsson í 9. bekk. Fyrir frábæra frammistöðu fengu viðurkenningu þau Sóley Gunnarsdóttir í 3. bekk og Haukur Brynjarsson í 6. SEB. 


Til hamingju, krakkar, með góðan árangur.