Þessa dagana eru 6 nemendur á ferðalagi á vegum
Síðuskóla í Ungverjalandi. Nemendurnir koma úr 9. og 10.bekk og eru það allt stelpur að þessu sinni. Ferðin hefur gengið vel og allir eru
heilir heilsu, hressir og kátir. Menningarmunur landanna hefur reyndar komið eilítið á óvart og eru dömurnar sem hér eru afar hneykslaðar á
reykingarvenjum Ungverja sem kveikja sér í sígarrettum þar sem þeir standa og gildir þá einu hvar þeir eru. Þetta myndi ekki gerast uppi
á Fróni.
Stelpurnar vinna hörðum höndum að verkefninu sem snýst um forrit
sem geta nýst kennurum í kennslustofum og eru ný af nálinni. Forritin eru til þess fallin að nemendur fái aðra sýn á verkefni sem
lögð eru fyrir og hægt er að nota þau líka til að fá nýja nálgun á viðfangsefnin auk þess sem skil á verkefnum
verða fjölbreyttari þegar um fleiri leiðir er að velja en að skrifa ritgerð eða gera glæru sýningu.
Við höfum bækistöð í Eger en skóli þar er samstarfsskóli okkar í verkefninu ásamt skólum í Belgíu, á
Spáni og í Grikklandi en þangað er fyrirhuguð ferð í vor. Eger er í 130 km fjarlægð frá Budapest og förum við þangað
á þriðjudag í skoðunarferð. Í dag, mánudag, er hins vegar skipulögð skoðunarferð um Eger og okkur sýnt það helsta
í borginni t.d. kirkjuna sem er sú næst stærsta í Ungverjalandi.
Það bera sig sem sagt allir vel hér í landi Ungverja og hlakka til að sjá og
heyra meira af landinu.
Bibbi, umsjónarmaður Comeniusverkefnis Síðuskóla
Þessa dagana eru 6 nemendur á ferðalagi á vegum
Síðuskóla í Ungverjalandi. Nemendurnir koma úr 9. og 10.bekk og eru það allt stelpur að þessu sinni. Ferðin hefur gengið vel og allir eru
heilir heilsu, hressir og kátir. Menningarmunur landanna hefur reyndar komið eilítið á óvart og eru dömurnar sem hér eru afar hneykslaðar á
reykingarvenjum Ungverja sem kveikja sér í sígarrettum þar sem þeir standa og gildir þá einu hvar þeir eru. Þetta myndi ekki gerast uppi
á Fróni.
Stelpurnar vinna hörðum höndum að verkefninu sem snýst um forrit
sem geta nýst kennurum í kennslustofum og eru ný af nálinni. Forritin eru til þess fallin að nemendur fái aðra sýn á verkefni sem
lögð eru fyrir og hægt er að nota þau líka til að fá nýja nálgun á viðfangsefnin auk þess sem skil á verkefnum
verða fjölbreyttari þegar um fleiri leiðir er að velja en að skrifa ritgerð eða gera glæru sýningu.
Við höfum bækistöð í Eger en skóli þar er samstarfsskóli okkar í verkefninu ásamt skólum í Belgíu, á
Spáni og í Grikklandi en þangað er fyrirhuguð ferð í vor. Eger er í 130 km fjarlægð frá Budapest og förum við þangað
á þriðjudag í skoðunarferð. Í dag, mánudag, er hins vegar skipulögð skoðunarferð um Eger og okkur sýnt það helsta
í borginni t.d. kirkjuna sem er sú næst stærsta í Ungverjalandi.
Það bera sig sem sagt allir vel hér í landi Ungverja og hlakka til að sjá og
heyra meira af landinu.
Bibbi, umsjónarmaður Comeniusverkefnis Síðuskóla