Fréttir

Valgreinar 2010-2011

Valblöð fyrir valgreinar í 8.-10. bekk eru komnar inn á heimasíðuna. Valblöðin má nálgast hér.
Lesa meira

Viðurkenning skólanefndar fyrir framúrskarandi skólastarf

Samkvæmt skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega, veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til.  Tenglarnir á formin eru hér að neðan. http://www.surveymonkey.com/s/nemendavidurkenning http://www.surveymonkey.com/s/starfsmannavidurkenningar
Lesa meira

Myndir

Miðvikudaginn 28. apríl var 4. bekkur að endurvinna pappír í textílmennt. Myndir má sjá hér. 7. bekkur fór út að hreinsa rusl af skólalóðinni. Vel gekk að tína upp rusl og náðist að fylla nokkra poka eins og sjá má á myndunum. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Óskum eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2010

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, verða afhent í 15. sinn við hátíðlega athöfn í  Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 1. júní kl. 15:00.  Heimili og skóli – landssamtök foreldra óska eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2010 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem vilja vekja athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu skólastarfs og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins. Með afhendingu verðlaunanna er vakin athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram innan leik- grunn- og framhaldsskóla og þeim mörgu verkefnum sem stuðla að öflugu og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins.   Fólk er hvatt til að láta málið til sín taka og líta eftir verðugum verkefnum í sínu nærumhverfi. Tilnefningar sendist á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað á heimasíðu Heimilis og skóla www.heimiliogskoli.is. Síðasti skiladagur tilnefninga er mánudagurinn 10. maí. Nánari upplýsingar um Foreldraverðlaunin er að finna á heimasíðu samtakanna www.heimiliogskoli.is. Einnig eru veittar upplýsingar á skrifstofu samtakanna í síma 562 7475.  
Lesa meira

Myndir frá 6. bekk

Nýjar myndir eru komnar inn á myndasvæði 6. bekkjar. Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að fara í myndaalbúm. Nemendur í 6. bekk læra að endurvinna pappír.
Lesa meira

4.SG á Kiðagili

Dagana 20. og 21. apríl fóru nemendur í 4.SG á Kiðagil. Þar lærðu þeir ýmislegt bæði til gagns og gamans. Farið var í fjárhús og fjós og litið á dýrin sem þar voru, lært að tálga og margt fleira. Ferðin tókst mjög vel og höfðu allir gaman af. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Fuglar og frelsi - Samsýning grunnskóla á Akureyri

Hópar úr 6., 8., og 9. bekk hafa verið að vinna að myndum og þrívíðum verkum í vetur og nú er komið að því að sýna afraksturinn. Krakkarnir hafa verið mjög duglegir og hlakka til að sýna ykkur hvað þeir eru búnir að vera að gera. Við vonumst til að sem flestir geti komið og skoðað sýninguna. Sýning á Glerártorgi Þemað er "Fuglar og frelsi"Þrívíð verk nemendahópa úr grunnskólum Akureyrar. Sýningin hefst kl. 12.00 á sumardaginn fyrsta og stendur í viku.
Lesa meira

Myndir úr heimilisfræði

/* /*]]>*/ 2. bekkur í heimilisfræði. Nemendur gerðu gerdeig og  fengu að leika sér með það. Gerðar voru kanínur, fléttubrauð og kringlur. Mjög skemmtilegir tímar og hefði tíminn mátt vera lengri. Myndir má sjá hér. 8. Bekkur Heimilisfræði. Haraldur frá Minjasafnin Akureyrar kom í heimsókn og sagði nemendum frá hreinlæti í gamla daga. Hann kom með nokkra muni sem voru all sérstakir. T.d. tannlæknabor, áhöld til raksturs og skeggbollinn, sem hefði komið þeim sem tóku þátt í mottumars vel að gagni. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Þörf og notkun rykgríma vegna eldgossins í Eyjafjallajökli

Almannavarnir vilja benda á að ekki er þörf á að fólk noti rykgrímur annarsstaðar en þar sem er sýnilegur gosmökkur. Það er ekki nauðsynlegt að fólk gangi með rykgrímur en mælt er með því að fólk noti rykgrímur á öskufallsvæðinu. Eins og er nær öskufallssvæðið til Vestur Skaftafellssýslu og svæðisins næst Eyjafjallajökli. Fréttir birtast stöðugt á vefnum: http://almannavarnir.is
Lesa meira

Reykjaferð 2010

7. bekkur dvaldi á Reykjum dagana 12.-16. apríl í góðu yfirlæti. Hjá okkur var hrikalega gaman og ógleymanleg dvöl. Myndir má sjá hér.
Lesa meira