Fréttir

Byrjendalæsi í 1. bekk - myndir

Nemendur í 1. bekk í byrjendalæsi þar sem notast var við söguna um Pétur og úlfinn. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Árshátíðarundirbúningur

Nú styttist í árshátíðina og eru nemendur á fullu að æfa atriði og sinna öðrum undirbúningi. Á myndinni sem fylgir þessari frétt má sjá nokkra nemendur úr 7. bekk æfa dans sem þau sömdu sjálf. Fleiri myndir eru væntanlegar.
Lesa meira

Lestrarvefur

Við vekjum athygli á vef hjá Kennaraháskóla Íslands sem fjallar um læsi og lestrarörðugleika. Þar gefur að líta m.a. fræðsluefni, niðurstöður rannsókna og ýmsar leiðbeiningar. Vefurinn er afar aðgengilegur http://lesum.khi.is
Lesa meira

Árshátíð Síðuskóla

/* /*]]>*/ Kæru foreldrar og nemendur í Síðuskóla Árshátíð Síðuskóla verður haldin 11. og 12. mars. Þessa daga er ekki kennt samkvæmt stundaskrá en dagskráin er sem hér segir. Fimmtudagur 11. mars  Klukkan 11:30verður sýning fyrir nemendur í 1. - 5. bekk. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða nemendur í 5. SB, 5. HL, 7. bekkur, 8. HF, 8. B og 10. bekkur. Verð er 200 kr. og verður ball og sjoppa eftir sýningu. Tómstunda- og leikherbergi verða opin.           Klukkan 15:00verður sýning fyrir foreldra. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða nemendur í 1. og 2. bekk (umsjónarkennarar láta vita um skiptingu), 3. ASR, 4. SG, 5. SB, 7. bekkur, 8. HF og 10. bekkur. Verð á sýninguna er 500 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir börn í 1. – 7. bekk. Kaffihlaðborð verður eftir sýningu.  Það kostar 600 kr. fyrir nemendur í 8. - 10. bekk og fullorðna, 300 kr. fyrir börn í 1. -7. bekk, frítt fyrir 6 ára og yngri. Boðið er upp á barnagæslu í stofu 31 meðan á sýningu stendur. Föstudagur 12. mars Klukkan 15:00verður sýning fyrir foreldra. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða nemendur 1. og 2. bekk (umsjónarkennarar láta vita um skiptingu), 3. TS, 4. SS, 5. HL, 8. B og 10. bekkur. Verð á sýninguna er 500 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir börn í 1. – 7. bekk. Kaffihlaðborð verður eftir sýningu. Það kostar 600 kr. fyrir nemendur í 8. - 10. bekk og fullorðna, 300 kr. fyrir börn í 1. - 7. bekk, frítt fyrir 6 ára og yngri. Boðið er upp á barnagæslu meðan á sýningu stendur. Klukkan 19:30verður sýning fyrir nemendur í 6. - 10. bekk. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða 7. bekkur, 8. HF, 8. B og 10. bekkur. Verð: 500 kr. fyrir 6. og 7. bekk, 700 kr. fyrir 8. - 10. bekk. Þeir sem koma eingöngu á ballið borga 700 kr. Ball, sjoppa, tómstundaherbergi og kaffihús eftir sýningu. Ballið stendur til 24:00 en nemendur í 6. og 7. bekk fara heim klukkan 22:30.                  Frístund er opin árshátíðardagana fyrir nemendur 1. - 4. bekkjar. Foreldrar þurfa að láta vita ef þeir ætla að nota þessa þjónustu og er síminn í frístund 461-3473. Þeir nemendur sem eru ekki í annaráskrift þurfa að koma með nesti. Nauðsynlegt er að allir nemendur mæti a.m.k. 15 mín. áður en sýning hefst. Við hlökkum til að sjá ykkur á árshátíðinni og vonum að þið skemmtið ykkur vel. Starfsfólk og nemendur Síðuskóla
Lesa meira

Bingó

Laugardaginn 27. febrúar kl. 16:00 heldur Undirheimar í Síðuskóla bingó í sal skólans. Bingóið er liður í fjáröflun vegna ferðar á Samfés hátíðina. Hvert spjald kostar 300 kr. sjoppa á staðnum. Allir velkomnir
Lesa meira

Heimsókn námsráðgjafa VMA og MA

Mánudaginn 1. mars verða námsráðgjafar Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri með kynningu fyrir foreldra og nemendur í 10. bekk. Kynningin verður í salnum og hefst klukkan 8:15. Foreldrar eru hvattir til að mæta.
Lesa meira

Myndir úr heimilisfræði

Mánudaginn 15. febrúar var valhópur í heimilisfræði að baka pizzur og skúffuköku. Myndir úr tímanum má sjá hér.
Lesa meira

Vetrarfrí í Síðuskóla 17. -19. febrúar 2010

Foreldrar og nemendur Síðuskóla. Við minnum á að dagana 17.-19. febrúar er vetrarfrí í Síðuskóla. Skólastarf hefst aftur mánudaginn 22. febrúar samkvæmt stundaskrá. Vonum að þið njótið vel frídaganna, bestu kveðjur, starfsfólk Síðuskóla.
Lesa meira

Skólaval 2010

Þriðjudaginn 16. febrúar er opið hús í Síðuskóla fyrir foreldra tilvonandi 1.bekkinga frá kl. 9:00-11:00.Foreldrar eru hvattir til að mæta og kynna sér skólann.Skólavalsbækling Skóladeildar Akureyrarbæjar má finna hér.
Lesa meira

Matseðill fyrir mars

Matseðill fyrir mars er kominn inn. Hann má nálgast hér.
Lesa meira