Þemadagar

Þemadagar verða í skólanum í þessari viku eða 13. og 14. október sem eru miðvikudagur og fimmtudagur. Efni þemans í þetta sinn er um SMT skólafærni og vinna nemendur með ýmislegt því tengdu og ekki síst einkunnarorðin ábyrgð - virðing - vinátta. Markmiðið er að skerpa sýnina á SMT og einnig að brjóta upp skólastarfið vinna með öðrum hætti en venjulega sem gefur svo kost á fjölbreyttari kennsluháttum. Margir nemendur njóta sín sérstaklega vel í starfi eins og er á þemadögum   Talsverður undirbúningur hefur verið og er nemendum skipt upp í hópa þannig að 1. og 6. bekkur vinna saman, 2. og 7. bekkur, 3. og 8. bekkur, 4. og 9. bekkur og 5. og 10. bekkur. Spennandi verður að sjá hvernig ólíkum aldurshópum gengur að vinna saman og hafa nemendur í sumum hópum hittst nú þegar til að kynnast svolítið. Skólatíminn breytist þessa daga og lýkur honum hjá öllum aldurshópum klukkan 13:15.
Þemadagar verða í skólanum í þessari viku eða 13. og 14. október sem eru miðvikudagur og fimmtudagur. Efni þemans í þetta sinn er um SMT skólafærni og vinna nemendur með ýmislegt því tengdu og ekki síst einkunnarorðin ábyrgð - virðing - vinátta. Markmiðið er að skerpa sýnina á SMT og einnig að brjóta upp skólastarfið vinna með öðrum hætti en venjulega sem gefur svo kost á fjölbreyttari kennsluháttum. Margir nemendur njóta sín sérstaklega vel í starfi eins og er á þemadögum  

Talsverður undirbúningur hefur verið og er nemendum skipt upp í hópa þannig að 1. og 6. bekkur vinna saman, 2. og 7. bekkur, 3. og 8. bekkur, 4. og 9. bekkur og 5. og 10. bekkur. Spennandi verður að sjá hvernig ólíkum aldurshópum gengur að vinna saman og hafa nemendur í sumum hópum hittst nú þegar til að kynnast svolítið.

Skólatíminn breytist þessa daga og lýkur honum hjá öllum aldurshópum klukkan 13:15.