Í íþróttasalnum var m.a. margfaldað, deilt og fundið meðaltal.
Flötur, samtök stærðfræðikennara, hvetur skóla til að gera stærðfræði
sérstaklega hátt undir höfði fyrsta föstudag í febrúar ár hvert.
Við í Síðuskóla höfum tekið virkan þátt í mörg ár og skipulagt dag stærðfræðinnar sérstaklega.
Að þessu sinni unnu nemendur á hverju stigi saman og voru verkefnin fjölbreytt en þó öll á einhvern hátt tengd þemanu
stærðfræði og spil. Í íþróttasal voru leikir tengdir stærðfræði.
Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt. Það er að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um
stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu, einnig að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og
sjá hana í víðara samhengi. Ekki var annað að sjá en nemendur væru áhugasamir og ánægðir á stöðvunum
í morgun eins og sjá má á þeim myndum sem teknar voru.
Fullt af myndum voru teknar á mismunandi vinnustöðvum sem sjá má hér.
Flötur, samtök stærðfræðikennara, hvetur skóla til að gera stærðfræði
sérstaklega hátt undir höfði fyrsta föstudag í febrúar ár hvert.
Við í Síðuskóla höfum tekið virkan þátt í mörg ár og skipulagt dag stærðfræðinnar sérstaklega.
Að þessu sinni unnu nemendur á hverju stigi saman og voru verkefnin fjölbreytt en þó öll á einhvern hátt tengd þemanu
stærðfræði og spil. Í íþróttasal voru leikir tengdir stærðfræði.
Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt. Það er að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um
stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu, einnig að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og
sjá hana í víðara samhengi. Ekki var annað að sjá en nemendur væru áhugasamir og ánægðir á stöðvunum
í morgun eins og sjá má á þeim myndum sem teknar voru.
Fullt af myndum voru teknar á mismunandi vinnustöðvum sem sjá má hér.