Foreldrar hafa eflaust orðið varir við það hjá börnum sínum að nú er í gangi leikur í skólanum sem nefnist 100 miða leikurinn. Þessi leikur gengur út á það að á hverjum degi í 10 daga fá einhverjir 10 nemendur sérstaka hrósmiða fyrir góða hegðun.
Einhverjir tveir starfsmenn fá fimm miða hvor á degi hverjum, til að úthluta. Miðarnir eru settir á sérstaka töflu hjá ritara og nöfn nemendanna skráð í bók. Nemendur draga miða með númeri sem ræður því hvar miðinn þeirra lendir á töflunni. Þegar tíminn er liðinn verða tíu nemendur dregnir út af þessum 100 og fá þeir verðlaun hjá skólastjóra sem enginn veit um hver eru nema hann.
Við erum á þriðja degi í dag, mánudaginn 17. janúar, og leikurinn skapar góða stemmingu hjá nemendum.