Útskriftarferð 10. bekkjar

Í síðustu viku fór 10. bekkur í fjögurra daga vor- og útskriftarferð. Farið var í flúðasiglingu í Skagafirði, litbolta í Grafarvogi, Adrenalíngarðinn á Nesjavöllum, gokart í Garðabæ, bíó í Smáralind og fleira. Skemmst er frá því að segja að krakkarnir hlutu hvarvetna lof fyrir góða hegðun og almenn þægilegheit. Þeir létu óhagstætt veður ekki trufla sig og stóðu sig undantekningalaust vel í ferðinni. Umsjónarkennarar bekkjanna fóru með í ferðina og eru að rifna úr stolti yfir krökkunum sem voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma. Myndir úr ferðinni.

Í síðustu viku fór 10. bekkur í fjögurra daga vor- og útskriftarferð. Farið var í flúðasiglingu í Skagafirði, litbolta í Grafarvogi, Adrenalíngarðinn á Nesjavöllum, gokart í Garðabæ, bíó í Smáralind og fleira.

Skemmst er frá því að segja að krakkarnir hlutu hvarvetna lof fyrir góða hegðun og almenn þægilegheit. Þeir létu óhagstætt veður ekki trufla sig og stóðu sig undantekningalaust vel í ferðinni. Umsjónarkennarar bekkjanna fóru með í ferðina og eru að rifna úr stolti yfir krökkunum sem voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma.

Myndir úr ferðinni.