Fréttir

15.000 miða hátíðin 2014

Við héldum upp á að nemendur hafa safnað 15.000 hrósmiðum. Af því tilefni fengum við tónlistarmenn í heimsókn og allur skólinn mætti á sal og söng með þeim. Það sést á myndunum að nemendur og starfsmenn kunnu vel að meta Magna og Rúnar Eff.
Lesa meira

Skólahreysti

Riðlakeppni í skólahreysti fer fram á morgun, miðvikudaginn 12. mars og hefst klukkan 13:00 í Íþróttahöllinni við Skólastíg. Þar fara fram tveir riðlar, annars vegar skólar frá Akureyri og hins vegar skólar af Norðurlandi (utan Akureyrar). Við eigum núna titil að verja þar sem Síðuskóli vann sinn riðil í fyrra og komst í aðalkeppnina í Reykjavík. 5.-10. bekkir fá leyfi eftir hádegi (frá 12.00) til að fara og fylgjast með keppninni.  Það verður ekki kennsla í þessum árgöngum eftir hádegi. Nemendur fara á eigin vegum og það er ekki skylda að mæta þar sem ekki er mögulegt að vera með formlega gæslu á staðnum. Litur Síðuskóla í ár er rauður, endilega fjölmenna í RAUÐU.  Hér má sjá mynd af sigurvegurum síðasta árs.
Lesa meira

Frá árshátíð

Nú hafa fleiri myndir bæst við frá árshátíðinni. Ljósmyndari er Benedikt Sigurgeirsson.
Lesa meira

Söguskjóður - kynning miðvikudaginn 12.mars

Miðvikudaginn 12. mars nk. verður haldin kynning á verkefninu Söguskjóður í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu. Söguskjóður er foreldraverkefni sem hefur verið unnið á leikskólunum á Dalvík með góðum árangri en sérstök áhersla er á að fá foreldra af erlendum uppruna inn í verkefnið enda ljóst að jákvæð viðhorf og stuðningur foreldra er lykilatriði í farsælli skólagöngu barna. Verkefnið gengur út á að foreldrar koma inn í leikskólana að skóladegi loknum og búa til málörvandi gögn tengd barnabókum á íslensku undir leiðsögn verkefnastjóra og kennara leikskólans, boðið er upp á barnagæslu á öðru svæði leikskólans meðan á vinnunni stendur. Verkefnið er byggt á hollenskri fyrirmynd og má heimfæra hugmyndafræðina á grunnskóla, hverfamiðstöðvar eða aðrar stofnanir. Verkefnið hefur margþætt markmið:  það eykur tengsl foreldra við leikskóla/grunnskóla og eflir öryggi foreldra í sambandi við starf skólanna það ýtir undir að foreldrar kynnist sín á milli, uppgötvi nýjar hliðar hvers annars og að þeir blómstri í starfi með leikskólanum óháð tungumáli það styður við íslenskukunnáttu erlendra foreldra það verða til góð málörvandi gögn í skólunum sem öllum foreldrum er síðar boðið að fá lánuð heim til að vinna með börnum sínum það ýtir undir bóklestur barna og skemmtilegar samverustundir barna og foreldra við lestur, leik og spil Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála og fékk nýlega viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu. Það hefur einnig verið kynnt á morgunverðarfundi um innflytjendamál á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og á fleiri stöðum.
Lesa meira

Fréttabréf marsmánaðar

Hér má finna fréttabréf marsmánaðar, hlaðið fréttum.
Lesa meira

Árshátíð Síðuskóla 2014

Árshátíðin er haldin 27. og 28. febrúar. Flestallir árgangar taka þátt í sýningum og yfir 400 nemendur sem fara á svið. Þetta hefst aðeins með samstilltu átaki allra, nemenda og starfsmanna. Hér eru birtar myndir frá öllum sýningunum.
Lesa meira

ÁRSHÁTÍÐIN Í DAG OG Á MORGUN

Fyrri árshátíðardagurinn er í dag. Síðan snemma morguns eru allir, nemendur og starfsfólk, búnir að vera að skreyta skólann og undirbúa hann fyrir árshátíðina. Kaffistofur, bíóhús, sýningarsalur, tómstundaherbergi hafa risið út um allan skóla.  Í fyrradag var generalprufa hjá 10. bekknum en í ár munu útskriftarnemendur sýna frábæra útgáfu af GREASE. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúninginn og voru myndir teknar af lokaæfingunni, það má sjá nokkrar þeirra hér. Verðlisti fyrir sjoppu: Gos 200 kr. Bland í poka 150 kr. Svali 150 kr. Þristur 150 kr. Rainbow rör 150 kr. Stinger 150 kr. Toffý sleikjó 100 kr. Kit Kat 150 kr. Litríkir sleikjóar 100 kr. Kúlu sleikjó 100 kr. Krap 200 kr. Góða skemmtun!
Lesa meira

Líf og fjör

Það er mikið líf og fjör í skólanum þessa dagana. Það eru mjög mörg atriði að verða tilbúin fyrir árshátíðina og á sama tíma eru hópur nemenda að æfa á fullu fyrir Skólahreysti. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar myndir sem hafa verið teknar undanfarna daga.
Lesa meira

Árshátíð í næstu viku

Það er mikið í gangi í skólanum þessa dagana þar sem árshátíð skólans er í næstu viku, 27. og 28. febrúar. Það eru spenntir nemendur og enn spenntari kennarar sem fara mikinn á sviðinu við æfingar og undirbúning. Í búrinu eru miklir tæknisnillingar úr unglingadeild og þeir stýra hljóðum og ljósum af mikilli snilld. Það er stutt í sýningar og atriðin eru að mótast þessa dagana. Hér má finna dagskrá sýninga og myndir frá árshátíð síðasta árs.
Lesa meira

100 miðaleikurinn

100 miðaleikurinn er árlegur viðburður. Leikurinn gengur út á það að í 10 daga eru gefnir 10 hrósmiðar til nemenda sem sýna góða hegðun og eru til fyrirmyndar. Til að fá góða dreifingu á hrósmiðana gefa 5 starfsmenn 2 miða hvern dag, aldrei sömu starfsmennirnir. Miðarnir eru númeraðir og eru þeir settir á spjald með 10 x10 = 100 reitum. Skólastjóri ákveður fyrir keppnina vinningsröð sem enginn nema hann veit um. Verðlaun eru veitt þeim nemendum  sem lenda í vinningsröðinni og í ár voru verðlaunin að fara fram í Kaffi Q og borða þar og skoða fjósið. Mikil ánægja var hjá verðlaunahöfum og eru hér myndir af þeim  frá Kaffi Q sem Sigurgeir Sigurgeirsson tók.
Lesa meira