Útivistardagur Síðuskóla 28. mars 2014

Nú reynum við aftur að hafa útivistardag og hann er áætlaður föstuudaginn 28. mars 2014 ef veður leyfir. Veðurspáin er góð þannig að miklar líkur eru á að hann standi. Engin hefðbundin kennsla verður þennan dag. Mæting í skólann er kl. 8:00. Farið verður upp í Hlíðarfjall frá skólanum og fyrsta rúta leggur af stað ca. 8:20. Nemendur velja hvort þeir fara á skíði, bretti, gönguskíði, sleða, snjóþotu eða í göngutúr. Fyrir 4. – 10.  bekk er í boði að fá lánaðan búnað í fjallinu og höfum við íþróttakennarar mælt stærð og skráð óskir. Yngstu nemendurnir ( 1. – 3. bekkur ) mega koma með sinn búnað ef þeir eru vanir. Gönguskíðibúnaður er í boði fyrir alla nemendur. Þessi ferð er nemendum að kostnaðarlausu! Nemendur þurfa að koma með skriflegt leyfi að heiman ( í boði fyrir 6. – 10. bekk) ef þeir ætla að vera lengur en til 12:30 uppi í fjalli.     Skóladegi  lýkur kl.  13:15 og nemendur í frístund fara þangað. Nemendur sem eru skráðir í mat borða þegar þeir koma úr fjallinu. Munið eftir næringaríku og góðu nesti og að klæða sig vel. Hjálmskylda er þennan dag og engar undantekningar leyfðar. Hægt er að fá lánaða hjálma í fjallinu.   Foreldrar / forráðamenn eru beðnir að fylgjast með því á föstudagsmorguninn, ef veður er tvísýnt, hvort farið verður í fjallið áður en nemendur koma í skólann. Það mun birtast á heimasíðunni.

Nú reynum við aftur að hafa útivistardag og hann er áætlaður föstuudaginn 28. mars 2014 ef veður leyfir. Veðurspáin er góð þannig að miklar líkur eru á að hann standi.

Engin hefðbundin kennsla verður þennan dag.

Mæting í skólann er kl. 8:00. Farið verður upp í Hlíðarfjall frá skólanum og fyrsta rúta leggur af stað ca. 8:20. Nemendur velja hvort þeir fara á skíði, bretti, gönguskíði, sleða, snjóþotu eða í göngutúr.

Fyrir 4. – 10.  bekk er í boði að fá lánaðan búnað í fjallinu og höfum við íþróttakennarar mælt stærð og skráð óskir. Yngstu nemendurnir ( 1. – 3. bekkur ) mega koma með sinn búnað ef þeir eru vanir. Gönguskíðibúnaður er í boði fyrir alla nemendur.

Þessi ferð er nemendum að kostnaðarlausu!

Nemendur þurfa að koma með skriflegt leyfi að heiman ( í boði fyrir 6. – 10. bekk) ef þeir ætla að vera lengur en til 12:30 uppi í fjalli.

 

 

Skóladegi  lýkur kl.  13:15 og nemendur í frístund fara þangað. Nemendur sem eru skráðir í mat borða þegar þeir koma úr fjallinu.

  • Munið eftir næringaríku og góðu nesti og að klæða sig vel.
  • Hjálmskylda er þennan dag og engar undantekningar leyfðar. Hægt er að fá lánaða hjálma í fjallinu.

 

Foreldrar / forráðamenn eru beðnir að fylgjast með því á föstudagsmorguninn, ef veður er tvísýnt, hvort farið verður í fjallið áður en nemendur koma í skólann. Það mun birtast á heimasíðunni.