Fréttir

Reykjaferð 7.bekkjar

Í morgun lögðu glaðir og reifir 7. bekkingar af stað í skólabúðir í Reykjaskóla í Hrútafirði. Í vikunni munu nemendur  m.a. fara að Bjargi í Miðfirði á fæðingarstað Grettis ,,sterka" Ásmundssonar. Þar er nemendum sögð sagan og þeir fá innsýn í starf bóndans á Bjargi. Aðrir dagskrárliðir eru að mestu óbreyttir en nú er samkennsla í náttúrufræði og stöðvaleik þar sem nemendur fá fræðslu um fjöruna og Reykjatangann, þ.e. um Héraðsskólann, hersetuna, heita vatnið og margt fleira. Þessi fræðsla fer fram bæði inni og úti eins og heimsóknin að Bjargi. Við óskum krökkunum ánægjulegrar dvalar í Reykjaskóla og hlökkum til að sjá þá aftur n.k. föstudag um fjögurleytið. Hér má sjá nokkrar myndir sem voru teknar þegar krakkarnir voru að koma sér af stað í myrkrinu í morgun.
Lesa meira

Starfsfræðsla í 9. bekk

9. bekkur fékk í dag góða gesti í lífsleikni. Þar voru á ferðinni  Lísa Björk Gunnarsdóttir  læknaritari og Eggert Sæmundsson  flugmaður. Erindi þeirra var að kynna nám sitt og starf og tengist það náms- og starfsfræðslu sem námsráðgjafi hefur veg og vanda að í samráði við umsjónarkennara.  Nemendur voru að vanda áhugasamir og spurðu heilmikið enda áhugaverð störf, sjá myndir hér.
Lesa meira

Hagleikssmiður

Í vetur hefur nemandi í 9. bekk verið að vinna í að endunýta gamla hluti. Hann tók sig til og smíðaði bókahillur úr vörubrettum og hengdi upp í leskrók sérdeildar. Þessar hillur koma vel út og nú þegar hefur verið óskað eftir margskonar hillum í fleiri kennslustofur.
Lesa meira

Öðruvísi dagar

Góð þátttaka hefur verið á öðruvísi dögum hjá bæði nemendum og starfsfólki skólans. Margar myndir hafa verið teknar og greinilegt að svona tilbreytingu fylgir gleði og ánægja, myndirnar má sjá hér.
Lesa meira

Öðruvísi dagar

Vikuna 19. - 23. janúar stendur nemendaráð fyrir ,,öðruvísi dögum". Þá hvetjum við nemendur og starfsfólk til að leggja mismunandi áherslur í klæðaburði hvern dag. Hægt er að sjá alla dagana á dagatalinu, hér til hægri, en þeir eru: Mánudagur: Íþróttaföt Þriðjudagur: Bangsadagur Miðvikudagur: Gulur dagur Fimmtudagur: Búningadagur Föstudagur: Spariföt Við vonum að sem flestir taki þátt :)
Lesa meira

15.000 miða hátíð í Síðuskóla

Mjög gaman var í morgun þegar allir nemendur og starfsfólk skólans safnaðist inn í íþróttasal og dansaði undir stjórn Elínar Halldórsdóttur danskennara. Tilefnið var að safnast höfðu 15.000 hrósmiðar og þá er venjan að brjóta skólastarfið upp með einhverjum hætti til að halda upp á að markinu er náð.  Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum náði Elín að láta bæði unga og aldna gleyma sér í dansinum.
Lesa meira

Sigurvegari í vísnasamkeppni

Úrslit í vísnasamkeppni Námsgagnastofnunar. Í haust efndi Námsgagnastofnum til vísnasamkeppni í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Gunnar Þór Sigurðarson nemandi í 1. bekk sigraði á yngsta stigi með eftirfarandi botni: Ljósin falleg lýsa brátt líða fer að jólum. Kennararnir hlæja hátt og halda jól í skólum. Í verðlaun fékk Gunnar bókina Fuglaþrugl og nafnakrafl eftir Þórainn Eldjárn sem og viðurkenningarspjald. Við óskum Gunnari Þór hjartanlega  til hamingju.
Lesa meira

Samvera á sal

Síðastliðinn miðvikudag var samverustund á miðstigi. Það voru krakkarnir í 6. bekk  sem komu þar fram og sýndu verkefni sem þeir höfðu unnið  um plánetur og vetrarbrautir. Einnig sögðu og léku nokkrir nemendur brandara og endað var á að allir krakkarnir á miðstigi dönsuðu af miklum móð og skemmtu sér vel áður en tekist var á við verkefni dagsins. Hér má sjá nokkrar myndir frá þessari samverustund. Bestu þakkir fyrir skemmtilega stund 6. bekkur. 
Lesa meira

Fyrsta fréttabréf 2015

Fyrsta fréttabréfið á árinu 2015 hefur nú verið sent út. Fréttabréfið má nálgast hér undir flipanum "FRÉTTIR" ásamt öðrum eldri eintökum.
Lesa meira

8.bekkur í Lögmannshlíð

Litlu-jólin hjá 8.bekk enduðu á óhefðbundinn hátt í dag, því krakkarnir örkuðu upp í Lögmannshlíð - eldri borgara heimilið við skólann, sungu fyrir íbúa þar, færðu þeim smákökur og spjölluðu við þá um jólin fyrr og nú.  Komust að mörgu fróðlegu t.d. að einn íbúinn hafði í sinni æsku fengið jólatré sem faðir hennar hannaði og smíðaði úr mörgum trjágreinum. Það var gaman að sjá hvað íbúarnir glöddust yfir þessari stuttu heimsókn og krakkarnir höfðu líka gaman af þessu.  Hér eru myndir af heimsókninni.
Lesa meira