04.02.2016
Nú hafa safnast rúmlega 20.000 hrósmiðar á liðlega einu ári og þá er haldin hátíð fyrir allan skólann. Stundum hafa komið söngvarar sem syngja fyrir alla á sal og í fyrra fengum við danskennara sem fékk alla nemendur og starfsmenn skólans með sér í dans í íþróttahúsinu. Hér má sjá myndir af undirbúningi og nemendum sem kunna gott að meta.
Lesa meira
02.02.2016
Umsjónarkennari getur gefið leyfi frá skóla í allt að tvo daga séu fyrir hendi gildar ástæður. Vilji foreldar sækja um leyfi barns frá skóla í þrjá daga eða lengur þarf að útfylla eyðublað og fara með í skólann.
Eyðublaðið má nálgast hér og einnig í tengli til hliðar
Lesa meira
29.01.2016
Í vikunni var tilkynnt um hvaða lína í 100 töflunni var dreginn út í 100 miða leiknum. Síðustu tvær vikur hafa starfsmenn afhent nemendum sem fara að reglum skólans sérstaka hrósmiða, eða svokallaða 100 miða. Þeim er raðað upp á töflu með tölunum 1-100 og síðan er ein lóðrétt lína dregin út. Í þetta sinn voru það þeir nemendur sem höfu sett miðann á tölu sem endar á 7 sem duttu í lukkupottinn. Í viðurkenningaskyni fengu þeir að fara á kaffihús, Kaffi ilm með tveimur af stjórnendum skólans og þiggja kakó og kökusneið. Ferðin var hin ánægjulegasta og áttu hlutaðeigandi ánægjulega stund saman. Hér má sjá myndir frá því þegar úrslitin voru tilkynnt og úr ferðinni á kaffihúsið.
Lesa meira
22.01.2016
Í síðustu viku fór Þuríður námsráðgjafi inn í 3. bekk og var
með starfsfræðslu fyrir nemendur. Krakkarnir fóru m.a. af stað í skólanum og tóku viðtöl við
starfsmenn skólans, spurðu út í starfið þeirra og teiknuðu mynd af viðkomandi.
Þegar nemendur höfðu lokið við verkefnið lásu þau verkefnið upp fyrir hvort annað
og sýndu myndina. Myndin hér til hliðar var tekin við það tækifæri.
Lesa meira
15.01.2016
Í vikunni hafa verið Öðruvísi dagar í Síðuskóla. Í gær var búningadagur og sáust margir skemmtilegir búningar. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í gær.
Lesa meira
14.01.2016
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur snjó kyngt niður í bænum að undanförnu. Í morgun var fallegt um að litast eftir snjókomuna og var þessi mynd tekin við skólann.
Lesa meira
05.01.2016
Í dag hefst skólastarf aftur af fullum krafti eftir jólafrí. Við vonum að allir séu vel hvíldir og upplagðir til að takast á við námið. Þó að námið verði í fyrirrúmi næstu vikurnar er ýmislegt uppbrot í gangi. Í næstu viku hefst 100 miða leikur sem er árviss í skólanum. Nemendaráð stendur fyrir furðufataviku 11. - 15. janúar. Vonandi verða bæði starfsmenn og nemendur virkir og setja svip á skólann en það er að sjálfsögðu frjálst val hvort menn taka þátt.
11. janúar rauður dagur, 12. janúar höfuðfatadagur, 13. janúar íþróttafatadagur, 14. janúar búningadagur og 15. janúar sparifatadagur.
Lesa meira
18.12.2015
Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Nemendur mæta aftur í skólann þriðjudaginn 5. janúar samkvæmt stundaskrá. Mánudaginn 4. janúar er skipulagsdagur og Frístund er opin frá 8:00-13:00 þann dag.
Lesa meira
15.12.2015
Í gær kom foreldrafélag Síðuskóla færandi hendi og færði bókasafni skólans að gjöf 25 bækur. Það þarf vart að nefna mikilvægi lesturs í náminu
og því kemur þessi gjöf að góðum notum. Við þökkum foreldrafélaginu kærlega
fyrir þessa góðu gjöf um leið og vil hvetjum alla nemendur til að vera
duglega að lesa í jólafríinu. Á myndinni má sjá þær Ólöfu Ingu skólastjóra og
Guðrúnu, starfsmann bókasafns Síðuskóla, með hluta gjafarinnar.
Lesa meira
15.12.2015
Föstudaginn 18. desember verða litlu jólin í Síðuskóla. Allir nemendur mæta klukkan 9:00 og lýkur dagskrá klukkan 11:00. Nemendur mæta í sínar heimastofur en hluti fer síðan í salinn og horfir á jólaatriði 6. bekkjar. Að því loknu fara þeir í stofur og hinir sem byrja í stofum horfa á 6. bekk í matsalnum. Klukkan 10:10 verður haldið í íþróttasalinn þar sem allir sameinast kringum jólatréð og syngja og dansa saman.
Að litlu jólum loknum hefst jólafrí nemenda. Skóli hefst síðan aftur þriðjudaginn 5. janúar samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira