Leyfi nemenda frá skóla

Umsjónarkennari getur gefið leyfi frá skóla í allt að tvo daga séu fyrir hendi gildar ástæður. Vilji foreldar sækja um leyfi barns frá skóla í þrjá daga eða lengur þarf að útfylla eyðublað og fara með í skólann. Eyðublaðið má nálgast hér og einnig í tengli til hliðar

Umsjónarkennari getur gefið leyfi frá skóla í allt að tvo daga séu fyrir hendi gildar ástæður. Vilji foreldar sækja um leyfi barns frá skóla í þrjá daga eða lengur þarf að útfylla eyðublað og fara með í skólann.


Eyðublaðið má nálgast hér og einnig í tengli til hliðar


Í 15. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 segir:

Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur. 


Hafa þarf samband við umsjónarkennara og gera ráðstafanir varðandi það nám sem barnið missir af meðan á leyfi stendur.