Litlu jólin 18. desember

Föstudaginn 18. desember verða litlu jólin í Síðuskóla. Allir nemendur mæta klukkan 9:00 og lýkur dagskrá klukkan 11:00. Nemendur mæta í sínar heimastofur en hluti fer síðan í salinn og horfir á jólaatriði 6. bekkjar. Að því loknu fara þeir í stofur og hinir sem byrja í stofum horfa á 6. bekk í matsalnum. Klukkan 10:10 verður haldið í íþróttasalinn þar sem allir sameinast kringum jólatréð og syngja og dansa saman.  Að litlu jólum loknum hefst jólafrí nemenda. Skóli hefst síðan aftur þriðjudaginn 5. janúar samkvæmt stundaskrá.
Föstudaginn 18. desember verða litlu jólin í Síðuskóla. Allir nemendur mæta klukkan 9:00 og lýkur dagskrá klukkan 11:00. Nemendur mæta í sínar heimastofur en hluti fer síðan í salinn og horfir á jólaatriði 6. bekkjar. Að því loknu fara þeir í stofur og hinir sem byrja í stofum horfa á 6. bekk í matsalnum. Klukkan 10:10 verður haldið í íþróttasalinn þar sem allir sameinast kringum jólatréð og syngja og dansa saman. 

Að litlu jólum loknum hefst jólafrí nemenda. Skóli hefst síðan aftur þriðjudaginn 5. janúar samkvæmt stundaskrá.