20.000 miða hátíð

Nú hafa safnast rúmlega 20.000 hrósmiðar á liðlega einu ári og þá er haldin hátíð fyrir allan skólann. Stundum hafa komið söngvarar sem syngja fyrir alla á sal og í fyrra fengum við danskennara sem fékk alla nemendur og starfsmenn skólans með sér í dans í íþróttahúsinu. Hér má sjá myndir af undirbúningi og nemendum sem kunna gott að meta.
Nú hafa safnast rúmlega 20.000 hrósmiðar á liðlega einu ári og þá er haldin hátíð fyrir allan skólann. Stundum hafa komið söngvarar sem syngja fyrir alla á sal og í fyrra fengum við danskennara sem fékk alla nemendur og starfsmenn skólans með sér í dans í íþróttahúsinu. Hér má sjá myndir af undirbúningi og nemendum sem kunna gott að meta.


Að þessu sinni var ákveðið að fagna 20.000 hrósmiðum með pizzuveislu í hádeginu í gær. Hér eru að öllu jöfnu ekki pizzur á matseðlinum og þetta var því ánægjuleg tilbreyting og nemendur mjög sáttir. Að útbúa og baka pizzur fyrir 470 manns er mikið umstang. Handtökin eru mörg og það fara ansi margir fermetrar undir góðgætið. Síðan er bara einn ofn í eldhúsinu þannig að skipulag þarf að vera gott svo allt gangi upp. Þetta tókst allt saman gríðarlega vel og allir lögðu sitt af mörkum til að hafa uppákomuna sem ánægjulegasta.