Fréttir

Þemadagur í Síðuskóla

Föstudaginn 13. nóvember er þemadagur þar sem hefðbundið skólastarf er brotið upp. Nemendur vinna verkefni óháð stundaskrá og mismunandi árgangar vinna að einhverju leyti saman.
Lesa meira

Viðtalsdagar, skipulagsdagar og haustfrí

Þriðjudaginn 20. október og miðvikudaginn 21. október eru viðtalsdagar í skólanum. Frístund er opin fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Skipulagsdagar eru fimmtudaginn 22. október og föstudaginn 23. október og er frístund lokuð þá daga. Mánudaginn 26. október er haustfrí og er frístund opin. Á meðan viðtalsdögum stendur verður sýning á munum nemenda úr list- og verkgreinum á göngum skólans. Hér má sjá sýnishorn. Skóli hefst aftur þriðjudaginn 27. október samkvæmt stundaskrá. Hafið það gott í fríinu sem framundan er!
Lesa meira

Bleikur dagur

Hér má sjá myndir frá bleikum degi. Nemendur og starfsmenn voru hvattir til að mæta í bleiku til að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini.
Lesa meira

9. bekkur heimsækir 1. bekk

Mánudaginn 12. október komu báðir 9. bekkirnir í heimsókn í 1.bekk og spiluðu við nemendur þar og eins aðstoðuðu unglingarnir yngstu nemendur í stærðfræði.   Báðir árgangarnir voru spenntir fyrir þessu uppbroti og óhætt er að segja að þetta hafi tekist vel.  Svo skemmtilega vill til að það eru fern systkinapör í þessum bekkjum og voru yngri systkinin ákaflega glöð að fá þau eldri í heimsókn.   Allir krakkarnir stóðu sig frábærlega og unnu vel saman.  Þau eldri voru góð fyrirmynd fyrir þau yngri, aðstoðuðu, hrósuðu og voru sallaróleg með þeim.  Unglingarnir voru ánægðir með þetta eftir á, fannst þetta skemmtilegt uppbrot og gaman að vera með þeim yngstu. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í tímunum.
Lesa meira

Borðtennisspaðar að gjöf

Í dag komu góðir gestir frá íþróttafélaginu Akri færandi hendi en þeir gáfu skólanum nýja borðtennisspaða. Þeir koma sér vel þar sem foreldrafélagið gaf skólanum nýtt borðtennisborð við upphaf skólaárs. Íþróttafélagið Akur er með æfingar mánudaga 16:30-18:00, miðvikudaga og föstudaga 17:00-18:30 og er öllum velkomið að koma og prófa.
Lesa meira

Skipulagsdagur 2. okt.

Föstudaginn 2. október er skipulagsdagur hjá starfsmönnum skólans en frí hjá nemendum.
Lesa meira

Gengið í skólann

Átakið "gengið í skólann" stendur yfir þessa dagana. Kennarar skrá hjá sér hvernig nemendur koma í skólann, þ.e. hvort þeir ganga, hjóla eða koma með bíl. Við hvetjum nemendur til að ganga eða hjóla á meðan við erum enn laus við snjó og hálku. Fyrstu vikuna sem átakið stóð yfir komu 92% gangandi eða á hjóli.
Lesa meira

Náttúrufræðingur Síðuskóla

Úrslit í keppninni um Náttúrufræðing Síðuskóla voru tilkynnt í morgun. 
Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru 2015

Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Allir nemendur í 2. bekk og eldri tóku þátt í keppninni um Náttúrufræðing Síðuskóla þar sem menn reyna að bera kennsl á sem flestar myndir fuglum, plöntum og landslagi. Úrslit verða vera kunnkjörð á morgun þar sem Náttúrfræðingur verður tilnefndur og viðurkenningar fyrir góðan árangur veittar.  Nemendur Síðuskóla voru á faraldsfæti í dag þar sem víða var komið við. Veðrið hefði getað verið skemmtilegra en við því er ekkert annað ráð en klæða sig vel. Hér má sjá myndir frá vettvangsferð 7. bekkinga.
Lesa meira

Söngsalur

Fyrsti söngsalur skólaársins var haldinn fimmtudaginn 10. september. Í þetta sinn völdu 1. og 6. bekkur lögin sem sungin voru. Hér má sjá myndir.
Lesa meira