Fréttir

Alþjóðlegur dagur einhverfu

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er laugardaginn 2. apríl og föstudaginn 1.apríl næstkomandi hvetjum við alla til að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL - Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum.Markmið bláa dagsins er að vekja athygli á einhverfu og fá landsmenn alla til að sýna einhverfum stuðning sinn. Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra og virða framlag þeirra til samfélagsins. Við hlökkum til að sjá ykkur öll í bláu föstudaginn 1. apríl. Stöndum saman og fögnum fjölbreytileikanum. Því lífið er blátt á mismunandi hátt! 
Lesa meira

Skólapúlsinn foreldrakönnun

Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins eru komnar á heimasíðu, sjá hér
Lesa meira

Páskalestrarbingó FOKS

FOKS ætla að efna til leiks i kjölfar lestarbingós Heimilis og skóla.  Ætlunin er að hvetja alla til að lesa mikið um páskana og taka þátt i leiknum.  Leikurinn er eftirfarandi: Fylla á út blaðið og merkja við þegar lesið er.  Skila þarf inn öllum blöðum til Svövu ritara eftir páskana   Nemendur mega lesa eins mikið og þeir vilja og skila inn eins mörgum blöðum og þeir vilja.    Bingóspjald 1  Bingóspjald 2  Bingóspjald 3  
Lesa meira

Síðuskóli vinnur Akureyrarriðil Skólahreysti 2016

Miðvikudaginn 16. mars var keppt í Skólahreysti í Íþróttahöllinni á Akureyri. Síðuskóli á titil að verja en skólinn hefur sigrað Akureyrarriðilinn síðustu þrjú ár. Skemmst er frá því segja Síðuskóli vann Akureyrarriðilinn með 47,5 stig sem er glæsilegur árangur. Keppendur voru Ágústa Dröfn Pétursdóttir, Hulda Karen Ingvarsdóttir, Guðni Jóhann Sveinsson og Ragúel Pinó Alexandersson. Varamenn voru Sævar Fylkisson og Embla Dögg Sævarsdóttir. Óskum þessum flottu fulltrúum skólans innilega til hamingju. Myndir: Liðsmyndir, myndir frá keppninni á Akureyri
Lesa meira

Útivistardagur í Hlíðarfjalli 17. mars

Næsta fimmtudag verður útivistardagur í Hlíðarfjalli ef veður leyfir. Fylgist með á heimasíðunni ef tvísýnt er með veður þennan morgun. Engin hefðbundin kennsla verður þennan dag og valgreinar verða ekki kenndar eftir hádegi. Mæting er á venjulegum tíma, klukkan 8:00 og fyrsta rúta fer frá skólanum klukkan 8:15. Myndir frá útivistardeginum
Lesa meira

Starfskynning 8. bekkjar

Í dag voru nemendur 8. bekkjar með kynningu á hinum ýmsu fyrirtækjum og starfsgreinum. Þeir heimsóttu fyrirtæki og kynntu sér starfsemina og útbjuggu veggspjöld og kynningarbása. Hér má sjá myndir.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk 2016

Mánudaginn 7. mars var Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk. Nemendur 7. bekkjar og foreldrar ásamt nemendum 6. bekkjar komu saman á sal skólans við hátíðlega athöfn. Þar lásu 11 fulltrúar nemenda sem valdir höfðu verið í forvali í vikunni á undan upp kafla úr sögunni Ertu Guð afi eftir Þorgrím Þráinsson og ljóð að eigin vali. Tveir nemendur, þau Sigrún Reem Abed og Arnar Logi Viðarsson voru valin til að taka þátt í lokakeppninni sem haldin verður í Menntaskólanum á Akureyri þann 6. apríl nk. Björn Smári Gunnarsson verður til vara ef forföll verða meðal keppenda. Dómarar voru Helga Hauksdóttir og Sigríður Ása Harðardóttir. Hér má sjá fleiri myndir frá keppninni.
Lesa meira

Kynning nemenda á einhverfu og ADHD

Í dag var skemmtileg kynning frá nemendum á sal. Það voru þau Halldór Birgir í 7. bekk og Kristlaug  Eva í 6. bekk sem kynntu einhverfu og ADHD og sögðu stuttlega frá sinni reynslu af þeim röskunum. Þau stóðu sig vel og kynningin var haldin fyrir nemendur á miðstigi sem fylgdust áhugasöm með og fengu að lokinni kynningu að spyrja nokkurra spurninga. Meðfylgjandi mynd er tekin á kynningu Halldórs.
Lesa meira

Nemendur Síðuskóla taka þátt í listsýningu

Laugardaginn 5. mars kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi samsýningin Sköpun bernskunnar 2016.Þátttakendur eru Hríseyjarskóli, Leikskólarnir Hólmasól, Sunnuból og Pálmholt, grunnskólarnir Naustaskóli og Síðuskóli, Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi og listamennirnir Áki Sebastian Frostason, Anne Balanant, Björg Eiríksdóttir, Elsa Dóra Gísladóttir, Egill Logi Jónsson og James Earl Ero Cisneros Tamidles. Sýningarstjóri: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir.
Lesa meira