Fréttir

Félagsvist á unglingastigi

Í dag, 26.október, hófst skólinn eftir haustfrí hjá nemendum á unglingastigi með félagsvist.  Spilað var á 28 borðum í matsal skólans.  Félagsvistin tókst vonum framar og verður eflaust endurtekin fljótlega á meðan krakkarnir muna enn reglurnar.  
Lesa meira

Bleiki dagurinn

Myndir frá bleika deginum föstudaginn 14. október. Það var ánægjulegt hver margir klæddust bleiku á föstudaginn. Það á bæði við um nemendur á starfsfólk. Jói fór í göngutúr með myndavélina og myndaði nokkra bleika og brosandi.
Lesa meira

Peysusala 10. bekkjar

Í foreldraviðtölum í næstu viku munu nemendur í 10.bekk bjóða peysur til sölu. Peysurnar eru merktar Síðuskóla og fást í nokkrum litum. Einnig stendur til boða að merkja peysurnar með nöfnum eða gælunöfnum. Merkingarnar eru líka í nokkrum mismunandi litum. Peysurnar eru bæði til heilar og renndar.  Heilar kosta 6000 og fást í s – xxl  og renndar kosta 6500 krónur og sömu stærðir í boði. Öllum nemendum skólans stendur til boða að kaupa sér peysu. Hér eru myndir
Lesa meira

Myndbönd um hlutverk skólaráðs og nemendafélags

Fyrir skömmu voru gerð myndbönd um hlutverk skólaráða og nemendafélags í grunnskólum. Heimili og skóli ásamt fleiri hagsmunaaðilum stóðu að gerð myndbandananna. Hægt er að smella hér til að sjá myndbandið um nemendaráð og hér til að sjá skólaráðsmyndabandið.
Lesa meira

Bleikur dagur 14. október

Föstudaginn 14. október eru nemendur og starfsmenn hvattir til að klæðast bleiku en þannig sýnum við Krabbameinsfélaginu stuðning í baráttunni gegn brjóstakrabbameini.
Lesa meira

Fyrsti söngsalur skólaársins

Í dag var fyrsti söngsalurinn þetta skólaárið. Það voru nemendur í 1. og 6. bekk sem völdu lögin að þessu sinni. í samráði við nemendaráð var ákveðið að hafa lögin á söngsal alltaf íslensk. Að venju var byrjað á Síðuskólasöngnum en svo tóku við ýmis lög, bæði gömul og ný. Undirspilari var ívar Helgason söngkennari en hann mun koma að tónlistarviðburðum og tónlistakennslu í einhverjum mæli í skólanum í vetur. Hér má sjá fleiri myndir fá söngsal.
Lesa meira

Viðtalsdagar og frammistöðumat

Nú er opið fyrir frammistöðumat í mentor. Foreldrar eru beðnir um að aðstoða nemendur við að fylla út matið í síðasta lagi fimmtudaginn 13. október. Föstudaginn 14. október er hægt að skoða mat kennara. Athugið að frammistöðumatið hefur verið einfaldað nokkuð frá því í fyrra í 5.  - 10. bekk þar sem námsgreinum í matinu er fækkað. Við minnum einnig á að skrá viðtalstíma í foreldraviðtöl sem verða dagana 19. og 20. október. Vinsamlegast skráið ykkur á tíma í síðasta lagi föstudaginn 14. október.
Lesa meira

Rýmingaræfing á D gangi

Í dag var haldin önnur rýmingaræfing í skólanum á þessu skólaári. Við æfðum rýmingu á D gangi, þar sem sérdeild, myndmenntarstofa, 3. og 5. bekkur hafa aðsetur.  Æfingin gekk mjög vel og náðist að rýma allar kennslustofur með því að fara út úm neyðarop á 2,16 sek, frá því bjallan hringdi og þangað til allir stóðu úti á lóð í röð tilbúnir í nafnakall. Hér má sjá myndir frá æfingunni.
Lesa meira

Veglegur styrkur til skólans

Síðuskóli hlaut á dögunum styrk frá Erasmusplus á Íslandi.   Styrkurinn sem verekefið „Traces of Europe“ hlaut hljóðar upp á rúmlega 184.000 evrur sem skiptist á milli 6 skóla í Evrópu.  Samstarfsskólar Síðuskóla í þessu verkefni eru í Póllandi, Englandi, Noregi, Ítalíu og í Rúmeníu.    Verkefnið er til þriggja ára.Í þessu verkefni munu kennarar fara í heimsóknir og fræðast um það sem samstarfsskólarnir eru að gera vel.   Þar ber helst að nefna upplýsingatækni, nám í gegnum leik, að fá nemendur til að vera virkir í þjóðfélagsumræðunni, umhverfismennt og útikennsla, ásamt ýmsu öðru sem verður numið í heimsóknum í þessa skóla.  Síðuskóli mun leggja sitt af mörkum með Byrjendalæsi.   Í vor munu erlendir kennarar koma til Akureyrar og fræðast um Byrjendalæsið.Við hlökkum til við að takast á við þetta verkefni og vonumst til þess að þetta skili sér í breyttum kennsluháttum og fjölbreyttari nálgun á námsefnið þegar fram líða stundir.
Lesa meira

List- og verkgreinakennsla í 1. og 2. bekk

Hér má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá list- og verkgreinakennslu í 1. og 2. bekk
Lesa meira