Fréttir

Skólasetning 2016

Skólasetning verður í Síðuskóla mánudaginn 22. ágúst. Nemendur í 2. - 5. bekk mæta klukkan 9:00 á sal skólans og nemendur í 6. - 10. bekk klukkan 10:00. Umsjónarkennarar verðandi 1. bekkjar munu hafa samband og boða foreldra og barn í viðtal annað hvort mánudaginn 22. ágúst eða þriðjudaginn 23. ágúst.  Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst nema hjá 1. bekk en fyrsti skóladagur þeirra er miðvikudaginn 24. ágúst.
Lesa meira

Námsgagnalistar 2016-2017

Komnir eru námsagnalistar fyrir flesta bekki vegna næsta skólaárs, þá má sjá með að smella á "lesa meira" hér að neðan og síðan á viðkomandi bekk. ATH. kennarar í 1.-5. bekk sjá um innkaup í þeim bekkjum.
Lesa meira

Viðurkenning skólanefndar

Á dögunum fékk nemandi í 7. bekk Síðuskóla, Ragnheiður Rós Kristjánsdóttir viðurkenningu skólanefndar fyrir að vera góður skólaþegn. Ragnheiður hefur tekið miklum framförum í námi í vetur. Hún er einstaklega kurteis og prúð í allri framkomu og góður félagi. Við í Síðuskóla erum stolt af að hafa Ragnheiði í skólanum okkar og óskum henni innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.
Lesa meira

Skólaslit Síðuskóla

Í dag var Síðuskóla slitið, 1. - 9. bekkir mættu á skólaslit í skólanum í morgun og 10. bekkur mætti svo í Glerárkirkju þar sem glæsileg útskriftarathöfn fór fram. Um leið og við óskum 10. bekk innilega til hamingju með útskriftina óskum við öllum gleðilegs sumars og þökkum fyrir samstarfið í vetur.
Lesa meira

Umhverfisdagur og skólaslit

Síðasti skóladagur vetrarins var í dag og voru nemendur út um allan bæ með starfsfólki við leik og störf á síðari umhverfidegi vorsins. Veðrið lék við alla og heppnaðist dagurinn vel. Í lok dags komu svo allir saman í garðinum þar sem grillaðar voru pylsur. Hér má sjá myndir frá þessum skemmtilega degi. Við minnum svo á skólaslitin á morgun, þau er sem hér segir: Klukkan 9.00  1. - 4. bekkur Klukkan 10.00  5. - 9. bekkur Klukkan 15.00   10. bekkur Nemendur í 1.-9. bekk mæta fyrst á sal og þá mun skólastjórinn kveðja fyrir hönd skólans. Síðan fara nemendur í sínar heimastofur, fá vitnisburðarblöð eftir veturinn og kveðja sína umsjónarkennara. 10. bekkur ásamt aðstandendum og starfsfólk mæta í Glerárkirkju og síðan verður kaffi á eftir í skólanum.
Lesa meira

Afhending Grænfána

Í dag, 31. maí var Grænfáninn afhentur í Síðuskóla í 6. sinn en við fengum hann fyrst árið 2006. Athöfnin í dag var haldin í íþróttahúsi og var hátíðleg og skemmtileg. Veittar voru viðurkenningar fyrir myndasamkeppni í tengslum við umhverfismál og 4. bekkur sem henti minnstu í keppninni um minnstu matarsóunina fékk viðurkenningu. Þarna voru flutt tónlistaratriði og þrír fulltrúar nemenda í umhverfisnefnd fluttu stutt erindi. Hér má sjá nokkrar myndir frá þessari skemmtilegu athöfn.
Lesa meira

Söngsalur og verðlaunaafhending

Á föstudaginn sl. var söngsalur hjá okkur og úrslit í lestrarkeppninni kynnt í leiðinni. Þar voru veitt verðlaun á hverju stigi og síðan fékk bekkurinn sem las mest, verðlaun. Verðlaunahafarnir voru Bergur í 10. bekk, Halldór Birgir í 7. bekk, Svavar Máni Geislason í 5. bekk og Íris Embla í 3. bekk sem fengu viðurkenningu og 3. bekkur fékk bekkjarverðlaunin, en hann fær ísveislu. Á myndinni með fréttinni má sjá verðlaunahafa fá verðlaunin afhent. Hér má líka sjá fleiri myndir frá verðlaunaafhendingunni og söngsal.  
Lesa meira

Húsdýr

Nemendur í 1. bekk hafa verið að læra um húsdýr. Þau hafa fengið fræðslu um dýrin, smíðað sitt eigið dýr, búið til hugtakakort og sögur um dýrið sitt. Þegar verkefninu var lokið buðu þau foreldrum sínum í skólann í kaffi og kökur og sögðu þeim frá húsdýrunum. Myndin sem fylgir fréttinni er frá þeirri sýningu.
Lesa meira

Fræðsluerindi í boði SAMTAKA

Samtaka er búið að fá Akureyringinn Sigga Gunnars, Útvarpsmann á K-100, til að koma og vera með fyrirlestur fyrir 8 – 10 bekk í öllum grunnskólunum á Akureyri dagana 17. og 18. maí næstkomandi og verður hann í Síðuskóla þriðjudaginn 17. maí klukkan 8:10. Í tilefni þess höfum við ákveðið í samstarfi við Sigga Gunnars að bjóða einnig foreldrum upp á fyrirlestur með honum og verður hann haldinn í Giljaskóla þriðjudagskvöldið 17. maí klukkan 20:00
Lesa meira

Vorhátíð Síðuskóla 2016

Hin árlega Vorhátíð Síðuskóla verður haldin sunnudaginn 8. maí n.k. klukkan 14:00-16:00 Hátíðin hefst með smá athöfn á sal skólans. Á vorhátíðinni verður margt í boði s.s.: Kökuhlaðborð, Andlitsmálning, Hoppukastalar, Tombóla, Grillaðar pylsur, Popp og svali, Töframaður, Söngatriði. Vonumst til að sjá sem flesta Foreldra- og kennarafélag Síðuskóla
Lesa meira