Í vetur hafa mörg skemmtileg verkefni verið í gangi hjá okkur
í Síðuskóla. Eitt þeirra er samstarf 6. bekkjar skólans við jafnaldra sína í Ryomgaard
Realskole á Jótlandi. Verkefnið er styrkt af Norplus auk þess sem leitað var
styrkja frá fyrirtækjum héðan af svæðinu. Nemendur úr Síðuskóla fóru til
Danmerkur ásamt kennurum og fulltrúum frá foreldrum í apríl sl. Sú ferð heppnaðist
einstaklega vel og má sjá myndir úr þeirri ferð hér. Dönsku krakkarnir komu svo
til okkar núna í maí og var skipulögð mikil dagskrá með okkar nemendum, m.a.
var farið í safnaferðir, í siglingu með Húna og farin var dagsferð á Mývatn og
Húsavík svo eitthvað sé nefnt, og myndir úr heimsókninni má sjá hér. Búið var að þýða ýmsa hluti og leiðbeiningar í
skólanum á dönsku auk þess sem skólinn var prýddur fánum og má segja að dönsku
fánalitirnir hafi verið áberandi í skólanum á með heimsókninni stóð. Þetta verkefni
heppnaðist einstaklega vel, en mikil vinna lá á bakvið það hjá umsjónarkennurum
bekkjarins, þeim Jónínu og Jóhönnu auk Helgu Daggar dönskukennara. Myndir frá
heimsókn Dananna má sjá hér, en greinilegt er að allir skemmtu sér vel í þessu
flotta og metnaðarfulla verkefni.
Í vetur hafa mörg skemmtileg verkefni verið í gangi hjá okkur
í Síðuskóla. Eitt þeirra er samstarf 6. bekkjar skólans við jafnaldra sína í Ryomgaard
Realskole á Jótlandi. Verkefnið er styrkt af Norplus auk þess sem leitað var
styrkja frá fyrirtækjum héðan af svæðinu. Nemendur úr Síðuskóla fóru til
Danmerkur ásamt kennurum og fulltrúum frá foreldrum í apríl sl. Sú ferð heppnaðist
einstaklega vel og má sjá myndir úr þeirri ferð hér. Dönsku krakkarnir komu svo
til okkar núna í maí og var skipulögð mikil dagskrá með okkar nemendum, m.a.
var farið í safnaferðir, í siglingu með Húna og farin var dagsferð á Mývatn og
Húsavík svo eitthvað sé nefnt, og myndir úr heimsókninni má sjá hér. Búið var að þýða ýmsa hluti og leiðbeiningar í
skólanum á dönsku auk þess sem skólinn var prýddur fánum og má segja að dönsku
fánalitirnir hafi verið áberandi í skólanum á með heimsókninni stóð. Þetta verkefni
heppnaðist einstaklega vel, en mikil vinna lá á bakvið það hjá umsjónarkennurum
bekkjarins, þeim Jónínu og Jóhönnu auk Helgu Daggar dönskukennara. Myndir frá
heimsókn Dananna má sjá hér, en greinilegt er að allir skemmtu sér vel í þessu
flotta og metnaðarfulla verkefni.