Fréttir

Þemadagur og Dagur íslenskrar náttúru

Síðustu tveir dagar hafa verið uppbrotsdagar í skólanum. Þá var hefðbundin stundaskrá brotin upp og unnin verkefni bæði úti og inni. Markmið þessara daga var að vinna verkefni í tengslum við náttúruna og margir tengdu verkefnin við vatnið en það er þemað okkar fyrir næsta Grænfána. Í dag héldum við svo upp á Dag íslenskrar náttúru en hann er þann 16. september. Verkefnin tókust vel og skemmtu allir sér hið besta eins og sjá má á myndunum sem fylgja.
Lesa meira

Náttúrufræði í 2. bekk

Krakkarnir í 2.bekk erum búnir að vinna mikið með plöntur og lífsferil þeirra í ágúst og september. Hér eru myndir frá vinnunni með blóm og kartöflur þar sem farið var meðal annars í vettvangsferðir í Krossanesborgir og Listigarðinn. Kartöflurnar voru nýttar í mælingar, myndmennt og kartöflurétti.
Lesa meira

Alþjóðadagur læsis

Í dag 8. september er alþjóðadagur læsis. Af því tilefni er ýmislegt gert í skólanum til að minna á mikilvægi læsis í okkar samfélagi. Nemendur á yngsta stigi fóru á sal og lásu þar upphátt og hver fyrir annan og aðrir hlustuðu af athygli og fylgdust með myndum og texta af tjaldi.  Á miðstigi skrifuðu nemendur ýmis skilaboð til íbúa hverfisins og settu í bréfalúgur eða póstkassa og hengdu orðsendingar á ljósastaura. Nemendur 7. bekkjar heimsóttu Lögmannshlíð og lásu upphátt fyrir íbúa þar. Á unglingastigi veltu nemendur upp ýmsum spurningum er varða mikilvægi og gagnsemi læsis. Unnið var í hópum og afraksturinn svo kynntur samnemendum. Myndir frá deginum og myndir frá Lögmannshlíð Læsi er lykillinn er nú heimasíða með læsisstefnu leik- og grunnskólanna á Akureyri. Heimasíðan er öllum opin slóðinni lykill.akmennt.is. Læsisstefnan og vefsíðan eru unnar í góðu samstarfi leik- og grunnskólanna á Akureyri, fræðslusviðs Akureyrarbæjar og Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.  Foreldrar eru mikilvæg fyrirmynd þegar kemur að lestri.
Lesa meira

Göngum í skólann

Miðvikudaginn 6. september hefst átakið GÖNGUM Í SKÓLANN sem er verkefni á landsvísu. Allir eru hvattir til að koma gangandi eða á hjólum í skólann eða nota almenningssamgöngur sem eiga lengri leið að fara. Hægt er að lesa um verkefnið hér. 
Lesa meira

Norræna skólahlaupið

Í dag fór Norræna skólahlaupið fram í Síðuskóla í blíðskapar veðri. Allir nemendur skólans hittust við körfuboltavöllinn en þar stjórnuðu íþróttakennarar smá upphitun og ræstu svo hlaupið. Þeir elstu fóru fyrst af stað og svo hver árgangur á eftir öðrum. Allir fóru a.m.k. einn hring sem er 2,5 kílómetrar en í boði var að fara fleiri hringi, gangandi eða hlaupandi. Þeir sem mest fóru hlupu 15 kílómetra eða 6 hringi. Íþróttakennarar halda utan um skráningu en hugmyndin var að reyna að safna sem flestum hringjum fyrir sinn árgang. Myndir, fleiri myndir
Lesa meira

1. bekkur

Krakkarnir í 1. bekk hafa sannarlega staðið sig vel fyrstu dagana. Þau vinna vel og eru glöð og kát eins og sjá má á myndunum hér.
Lesa meira

Viðurkenning skólanefndar

Samkvæmt skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega veita einstaklingum og stofunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningu. Viðurkenning er t.d. veitt fyrir góðar framfarir í námi, virkni í félagsstarfi, að vera jákvæð fyrirmynd, góða frammistöðu í íþróttum eða listum svo dæmi séu nefnd. Í síðustu viku fengu tveir nemendur úr Síðuskóla viðurkenningu. Hulda Karen Ingvarsdóttir sem útskrifaðist úr 10. bekk sl. vor hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárángur, ástundun, jákvæðni og hjálpsemi.  Bryngeir Óli Viggósson í 7. bekk hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi vilja til að ná árangri og axla ábyrgð á eigin lífi. Starfsfólk skólans óskar þessum nemendum og fjölskyldum þeirra til innilega til hamingju.
Lesa meira

Fyrstu skóladagarnir

Skólastarfið fer vel af stað þetta haustið sem endranær. Kennarar og nemendur hafa notað þessa fyrstu daga til að taka upp þráðinn frá síðasta vori og sumir eru að kynnast nýjum kennurum þar sem það á við. Við reynum að nota tækifærin og brjóta upp daginn og vera úti þegar það á við. Eldri nemendur hafa t.a.m. farið út og hresst upp myndina á suðurgafli skólans undir stjórn myndmenntakennara. Nemendur 6. bekkjar fóru á Húna í síðustu viku og gekk sú fer ljómandi vel. Norræna skólahlaupið er fyrirhugað á þriðjudag í næstu viku en þá ganga eða hlaupa allir nemendur svokallaðan skólahring í tímunum fyrir hádegishlé.
Lesa meira

Skólasetning 2017

Skólinn verður settur þriðjudaginn 22. ágúst. Nemendur í 2. - 5. bekk mæta klukkan 9:00 á sal skólans en nemendur í 6. - 10. bekk klukkan 10:00. Skólastjóri setur skólann en síðan fylgja nemendur umsjónarkennurum í sínar heimastofur. Foreldrar eru velkomnir með.
Lesa meira

Námsgögn næsta skólaár

Eins og mörg sveitarfélög hefur Akureyrarbær ákveðið að útvega nemendum í grunnskólum bæjarins öll helstu námsgögn í byrjun næsta skólaárs. Í skoðun er hvort upphæðin sem lögð er í þetta dugir. Ef til vill stendur eitthvað útaf og verða upplýsingar um það sendar fyrir skólabyrjun. Eftir sem áður þurfa aðstandendur að standa straum af kostnaði vegna íþrótta- og sundfatnaðar og nemendur þurfa að koma með sínar skólatöskur.
Lesa meira