Alþjóðadagur læsis

Í dag 8. september er alþjóðadagur læsis. Af því tilefni er ýmislegt gert í skólanum til að minna á mikilvægi læsis í okkar samfélagi. Nemendur á yngsta stigi fóru á sal og lásu þar upphátt og hver fyrir annan og aðrir hlustuðu af athygli og fylgdust með myndum og texta af tjaldi.  Á miðstigi skrifuðu nemendur ýmis skilaboð til íbúa hverfisins og settu í bréfalúgur eða póstkassa og hengdu orðsendingar á ljósastaura. Nemendur 7. bekkjar heimsóttu Lögmannshlíð og lásu upphátt fyrir íbúa þar. Á unglingastigi veltu nemendur upp ýmsum spurningum er varða mikilvægi og gagnsemi læsis. Unnið var í hópum og afraksturinn svo kynntur samnemendum. Myndir frá deginum og myndir frá Lögmannshlíð Læsi er lykillinn er nú heimasíða með læsisstefnu leik- og grunnskólanna á Akureyri. Heimasíðan er öllum opin slóðinni lykill.akmennt.is. Læsisstefnan og vefsíðan eru unnar í góðu samstarfi leik- og grunnskólanna á Akureyri, fræðslusviðs Akureyrarbæjar og Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.  Foreldrar eru mikilvæg fyrirmynd þegar kemur að lestri.

Í dag 8. september er alþjóðadagur læsis. Af því tilefni er ýmislegt gert í skólanum til að minna á mikilvægi læsis í okkar samfélagi. Nemendur á yngsta stigi fóru á sal og lásu þar upphátt og hver fyrir annan og aðrir hlustuðu af athygli og fylgdust með myndum og texta af tjaldi.  Á miðstigi skrifuðu nemendur ýmis skilaboð til íbúa hverfisins og settu í bréfalúgur eða póstkassa og hengdu orðsendingar á ljósastaura. Nemendur 7. bekkjar heimsóttu Lögmannshlíð og lásu upphátt fyrir íbúa þar. Á unglingastigi veltu nemendur upp ýmsum spurningum er varða mikilvægi og gagnsemi læsis. Unnið var í hópum og afraksturinn svo kynntur samnemendum. Myndir frá deginum og myndir frá Lögmannshlíð


Læsi er lykillinn er nú heimasíða með læsisstefnu leik- og grunnskólanna á Akureyri. Heimasíðan er öllum opin slóðinni lykill.akmennt.is. Læsisstefnan og vefsíðan eru unnar í góðu samstarfi leik- og grunnskólanna á Akureyri, fræðslusviðs Akureyrarbæjar og Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. 


Foreldrar eru mikilvæg fyrirmynd þegar kemur að lestri.

Foreldrar eru fyrstu kennarar barnsins og fyrirmyndir og reyna því að gefa þeim gott fordæmi. Þátttaka þín og stuðningur geta haft áhrif á viðhorf barnsins eða áhugasvið og um leið árangur þess í lestri og ritun. Hér eru nokkrar leiðir sem þú getur notað til að vera góð fyrirmynd um áhuga á lestri og ritun:

· Talaðu reglulega við barnið um það sem þú hefur lesið í dagblöðum, tímaritum og bókum. Spurðu barnið hvað það hafi verið að lesa

· Sýndu barninu að þú lesir af mörgu tilefni. Lestu dagblaðagreinar til að fá upplýsingar um það sem gerist í heiminum. Lestu auglýsingar til að bera saman ólíkar vöruflokka. Skoðaðu kvikmyndaauglýsingar til að ákveða skemmtun helgarinnar. Lestu íþróttasíðurnar til að fylgjast með uppáhalds félagsliðinu. Lestu teiknimyndasögur þér til gamans.

· Sýndu að þú notar ritun af mörgu tilefni. Skrifaðu innkaupalista með barninu. Skrifaðu minnispunkta til að bera saman upplýsingar um vörur, t.d. stærð og liti reiðhjóla. Skrifaðu bréf til ritstjórnar dagblaðs um efni sem þú hefur sterkar skoðanir á eða kvörtun til framleiðanda ef vara sem þú kaupir reynist gölluð eða ófullnægjandi.