Spurningakeppni 1. des í unglingadeild

Stigaverðir undirbúa sitt hlutverk
Stigaverðir undirbúa sitt hlutverk
Í dag var haldin spurningakeppni á sal þar sem nemendur unglingastigs kepptu milli árganga. Keppnin var tvær umferðir og var dregið um hverjir myndu byrja. Fyrst voru það 9. og 10. bekkur  sem kepptu og þar vann 10. bekkur eftir spennandi lokasprett. Þá kepptu 8. bekkingar við sigurvegara fyrri umferðar en 10. bekkingar unnu nokkuð örugglega og hlutu að launum bikar, dagatal og bíómiða frá Borgarbíó. Myndir
Í dag var haldin spurningakeppni á sal þar sem nemendur unglingastigs kepptu milli árganga. Keppnin var tvær umferðir og var dregið um hverjir myndu byrja. Fyrst voru það 9. og 10. bekkur  sem kepptu og þar vann 10. bekkur eftir spennandi lokasprett. Þá kepptu 8. bekkingar við sigurvegara fyrri umferðar en 10. bekkingar unnu nokkuð örugglega og hlutu að launum bikar, dagatal og bíómiða frá Borgarbíó. Myndir


Liðin skipuðu Haukur Brynjarsson, Elísabet Birta Eggertsdóttir og Gunnar Ögri Jóhannsson í 10. bekk, Daníel Orri Bjarkason, Fanney Rún Stefánsdóttir og Baldur Þór Pálsson í 9. bekk og í 8. bekk Emilía Ýr Bryngeirsdóttir, Róbert Orri Gautason og Ragnar Gunnar Gunnarsson. Þessi flottu krakkar stóðu sig með stakri prýði og fá hjartans þakkir fyrir þátttökuna.