Heimsókn slökkviliðs og rýmingaræfing

Í vikunni stóð öryggisráð skólans fyrir rýmingaráætlun þar sem farið var út um neyðarútgang á C og D gangi. Nemendur vissu að þetta stæði til og fengu að vera inni á skóm og í yfirhöfnum. Þegar svo bjallan hringdi fóru allir út um gluggann og söfnuðust saman í röðum á fyrirfram ákveðnu svæði. Kennarar og starfsmenn aðstoðuðu og gripu með sér rauð/græn spjöld sem eiga að vera í öllum stofum. Þegar búið er að staðfesta að allir séu komnir út snúa þeir grænu hliðinni fram. Meðfylgjandi myndir tala sínu máli. í dag fengu nemendur í 3. bekk heimsókn frá slökkviliðinu. Þar fengu þeir fræðslu. Hér má sjá myndir frá 3. bekk.
Í vikunni stóð öryggisráð skólans fyrir rýmingaráætlun þar sem farið var út um neyðarútgang á C og D gangi. Nemendur vissu að þetta stæði til og fengu að vera inni á skóm og í yfirhöfnum. Þegar svo bjallan hringdi fóru allir út um gluggann og söfnuðust saman í röðum á fyrirfram ákveðnu svæði. Kennarar og starfsmenn aðstoðuðu og gripu með sér rauð/græn spjöld sem eiga að vera í öllum stofum. Þegar búið er að staðfesta að allir séu komnir út snúa þeir grænu hliðinni fram. Meðfylgjandi myndir tala sínu máli.


í dag fengu nemendur í 3. bekk heimsókn frá slökkviliðinu. Þar fengu þeir fræðslu. Hér má sjá myndir frá 3. bekk.