Fréttir

Síðuskóli verður Réttindaskóli UNICEF

Næstkomandi þriðjudag, 26. nóvember, ætlum við gera aðra tilraun til að taka á móti viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF. Hátíðin verður kl. 10.10 í íþróttahúsinu og bjóðum við gesti hjartanlega velkomna að gleðjast með okkur á þessum tímamótum. 

Lesa meira

Viðurkenning fyrir Göngum í skólann

Í dag fór 5. bekkur í Skautahöllina en það var viðurkenning fyrir bestan árangur í Göngum í skólann. Hér má sjá nokkrar myndir frá ferðinni. 

Lesa meira

Setning Litlu upplestrarkeppninnar og Upphátt - Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember.

Á laugardaginn var, 16. nóvember, var dagur íslenkrar tungu en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar sem fæddist árið 1807 á Hrauni í Öxnadal. Á þessum degi ár hvert minnum við okkur á mikilvægi þess að varðveita og efla tungumálið okkar.

Íslenskan er ekki bara samskiptatæki, hún er lykillinn að menningu okkar, sögu og sjálfsmynd. Skólastarf gegnir stóru hlutverki í því að tryggja að íslenskan lifi áfram, því hér lærum við ekki aðeins reglur og gildi tungumálsins, heldur einnig að nota hana skapandi og á fjölbreyttan hátt. Íslenskan er dýrmæt - hún endurspeglar hugsanir okkar og heiminn sem við búum í. Hún veitir okkur orðin til að lýsa tilfinningum, vonum og draumum. Með því að leggja rækt við tungumálið tryggjum vð að komandi kynslóðir eigi sömu tækifæri til að tjá sig á okkar fallega tungumáli.

Í dag var Litla upplestrarkeppnin í Síðuskóla sett fyrir 4. bekk og einnig upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri, Upphátt, fyrir  7. bekk. Nú tekur við tímabil æfinga í upplestri og framsögn hjá þeim. Haldnar verða uppskeruhátíðir í lok febrúar ásamt því að velja fulltrúa Síðuskóla fyrir Upphátt sem taka síðan þátt í lokahátíð grunnskólanna á Akureyri í Hofi á vordögum. 

Einnig er efnt til keppni um besta veggspjaldið fyrir Upphátt keppnina og taka allir nemendur 7. bekkjar þátt í því. Skilafrestur fyrir veggspjaldið er 10. janúar 2025. 

Sjá myndir frá morgunstundinni hér.

Lesa meira

Frestun - Síðuskóli verður Réttindaskóli UNICEF

Eins og kom fram í Fréttabréfi Síðuskóla stóð til að skólinn fengi viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF á morgun, 15. nóvember. Vegna veðurspár frestast þessi viðburður fram í næstu viku. Við munum setja inn upplýsingar um nýja tímasetningu þegar þær liggja fyrir.

 

 

Lesa meira

Árshátíð föstudagur

Hér eru myndir frá árshátíðarfjöri föstudags.

 

Lesa meira

Árshátíð - fimmtudagur

Hér eru myndir frá árshátíðarfjöri fimmtudags.

Foreldrasýning 1
Foreldrasýning 2
Miðstigsárshátíð

Lesa meira

Helstu upplýsingar varðandi árshátíð Síðuskóla 2024

Það styttist í árshátíð Síðuskóla og hér kemur skipulag fyrir árshátíðina sem verður haldin fimmtudaginn 7. nóvember og föstudaginn 8. nóvember. Nemendur í 10. bekk verða í aðalhlutverki með árshátíðaratriði sitt sem er leikritið Mamma Mia sem sýnt er á öllum sýningum. 

 

Annual celebration at Síðuskóli 2024

Our annual celebration will be held Thursday 7. November and Friday 8. November

Students in the tenth grade will be in a leading role, showing the play Mamma Mia. 

Below is the itinerary for these days ahead.

 
 
Lesa meira

Hrekkjavökudagar í Síðuskóla

Undanfarna daga hefur óhuggnaður smám hafið innreið sína í Síðuskóla eftir því sem Hrekkjavökudagurinn nálgaðist. Sjá mátti ýmsar kynjaverur á sveimi um skólann. Í morgun á söngsal toppuðu nemendur og starfsmenn sig með því að mæta í búningum og skemmtu sér vel á söngsal og fengu auk þess draugasögu beint í æð !
Sjá myndir hér

Lesa meira

Bleiki dagurinn í Síðuskóla

Bleiki dagurinn, 23. október, er tileinkaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Nemendur og starfsmenn "voru bleik" í dag til að sýna stuðning og samstöðu öllum þeim konum sem greinst hafa með krabbamein. Sjá myndir hér.

Lesa meira

Hrekkjavökuball í Síðuskóla fimmtudaginn 24. október

Hrekkjavökuböll verða haldin fyrir yngsta- og miðstig, fimmtudaginn 24. okt. næstkomandi. 

 Yngsta stigs ballið verður haldið frá 16:00-17:30

 MIðstigs ballið verður frá 18:00-19:30

 Verðlaun fyrir besta búninginn.

 Það kostar 500 krónur inn á böllin, sjoppan verður opin. 

Ágóðinn fer í ferðasjóð 10. bekkjar.

 

Lesa meira