Fréttir

Saman til gleði og góðra verka

Barnamenningarhátíð á Akureyri fer fram þessa dagana og tóku nemendur á miðstigi Síðuskóla þátt og héldu góðgerðarhátíð í skólanum. Þar seldu nemendur muni sem þeir hafa búið til í vali undanfarnar vikur ásamt því að flytja ýmis atriði á sviði. Einnig voru veitingar sem nemendur bjuggu sjálfir til seldar. Frábær mæting var og söfnuðust hátt í 600 þúsund krónur sem Barnadeild SAK fær að gjöf. 

Við erum stolt af okkar fólki, bæði nemendum og starfsfólki. Við þökkum foreldrum fyrir þeirra aðstoð og öllum gestum kærlega fyrir komuna og stuðninginn!

Hér má skoða myndir frá því í gær. 

Lesa meira

Hressandi söngsalur á síðasta kennsludegi fyrir páskafrí

Nemendur mættu á söngsal í morgun þar sem raddböndin voru þanin. Að venju var byrjað á Síðuskólalaginu en síðan sungu allir saman lög sem hafa verið æfð undanfarið undir handleiðslu Heimis Ingimarssonar.  Á söngsal fór fram áskorun þar sem Gunnar, umsjónarkennari í 7. bekk,  gaf skeggið sitt til styrktar Barnadeildar SAK.

Hér má sjá myndir frá því í morgun. 

Lesa meira

Vel heppnuðum þemadögum lokið

Í vikunni voru þemadagar í skólanum. Á yngsta stigi var þemað heimabærinn minn þar sem unnið var með hverfin í bænum, innbæinn, þorpið, brekkuna og eyrina.   Miðstig vann við undirbúning Barnamenningarhátíðar sem sjá má frekari upplýsingar um hér á heimasíðunni. Á unglingastiginu fræddust nemendur um hnattrænt jafnrétti, hugtakið rætt og tekjur fjölskyldna víðs vegar um heim bornar saman. Á miðvikudag var stöðvavinna, þá var farið í alls konar leiki sem reyndu á margs konar hæfileika og á fimmtudag var spilað, föndrað og tekinn góður göngutúr auk þess sem nærri helmingur nemenda eyddi morgninum í íþróttahúsinum í alls konar kappleikjum. 

Vinnan tókst vel, var fjölbreytt og höfðu nemendur gaman af eins og sjá má á þessum myndum.

 
Lesa meira

Lestrarormur Síðuskóla

Nemendur og starfsmenn Síðuskóla hafa keppst við að lesa undanfarnar vikur. Þeir settu sér markmið að ná 200 metra löngum ormi sem myndi hlykkjast um alla ganga skólans. Við gerðum svo gott betur og náðum í allt 253 metrum sem samanstóð af 3159 litríkum hringum, en hver hringur táknaði eina lesna bók. Nemendur og starfsmenn Síðuskóla lásu því 3159 bækur dagana 12. febrúar-31. mars sem gerir um 8 bækur á mann að meðaltali. Ormurinn byrjaði í matsal skólans og fór um allt hús og náði loks að hringa sig í matsalnum aftur. Þetta er frábær árangur og virkilega gaman að sjá hvað allir lögðu sig fram um að lesa og hvað samvinnan skilar okkur góðum árangri. Hver árgangur og starfsmenn voru með sinn einkennislit þannig að ámyndbandinu sést einmitt vel hvað ormurinn varð á endanum langur og litríkur þegar allir leggjast sitt að mörkum.

Hér er hlekkur á myndband af orminum langa.

Lesa meira

Bókaverðlaun barnanna 2025

Í febrúar og mars er börnum á aldrinum 6-12 ára boðið að kjósa uppáhalds barnabækur ársins. Kosningin fer fram á almennings- og skólabókasöfnum um allt land og geta þau valið eina til þrjár barna og/eða unglingabækur sem komu út á síðasta ári á íslensku sem þeim finnast skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar af hvaða ástæðu sem er. 
 
Amtsbókasafnið á Akureyri hefur haldið utan um kosninguna fyrir grunnskólana í bænum, komið kjörseðlunum til skila, en jafnframt dregið út einn heppinn í hverjum skóla sem hlýtur bók að gjöf. Í ár var Aþena í 4. bekk sú heppna og fékk bókina Fía sól í logandi vandræðum eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur að gjöf.
 
Sú bók sem var vinsælust í Síðuskóla var Orri óstöðvandi, heimsfrægur á Íslandi. Í öðru sæti var Hundmann og Iceguys voru í þriðja sæti. 
 
Lesa meira

Frábær dagur í fjallinu

Okkur tókst loksins að fara í fjallið í dag. Aðstæður voru frábærar og nutum við þess að vera úti í góða veðrinu. 

Hér eru myndir frá því í morgun. 

Lesa meira

Útivistardagur / Outdoor activity day

Búið er að ákveða að fara í fjallið á fimmtudaginn, veðurspá er ljómandi góð svo við höfum við fulla trú á að þetta takist í þetta skiptið.
 

It has been decided that our outdoor activity day will be on Thursday. The weather forecast looks excellent, so we have full confidence that it will work out this time.

 
 
Lesa meira