Fréttir

Matseðill fyrir febrúar

Matseðill fyrir febrúar er kominn inn og viljum við minna á að opið er fyrir skráningar í mat. Matseðilinn má nálgast hér.
Lesa meira

Kæru nemendur og foreldrar

Akureyri 12. janúar 2009 Kæru nemendur og foreldrar Haustönn lýkur 19. janúar og nú er komið að viðtalsdegi. Þriðjudaginn 20. janúar verður námsmat afhent með viðtali við nemendur og foreldra. Nemendur fá tilkynningu um viðtal rafrænt eða í töskupósti. Ef tíminn sem þið fáið hentar ekki þá vinsamlega hafið samband við umsjónarkennara sem allra fyrst. Ef foreldrar eða kennarar vilja ræða einhver mál án þess að nemandinn sé viðstaddur þá er einfalt að verða við því. Æskilegt er að vera búin að fara yfir viðtalsblöðin sem rædd voru í skólabyrjun svo hægt sé að hafa þau til hliðsjónar í viðtölunum. Meðan á viðtölum stendur verða faggreinakennarar, sérkennarar og skólastjórnendur til viðtals í skólanum auk annars starfsfólks. Boðið er upp á frístund fyrir nemendur 1. – 4. bekkjar á viðtalsdaginn frá 7:45 -13:00 og  kostar dvölin 220 krónur á tímann. Gjaldið á að greiða í frístund þegar barnið kemur eða er sótt. Börnin þurfa að koma með nesti að heiman. Þeir sem ætla að nýta þessa þjónustu hafið samband við frístund eftir hádegi föstudaginn 16. janúar til að skrá barnið. Síminn í frístund er 461 3473. Foreldrar eru beðnir að athuga hvort börn þeirra eigi föt eða aðra muni í óskilum í skólanum. Einnig eru þeir beðnir að svara viðhorfakönnun frá skólanefnd sem fram fer í tölvustofu (stofa 30). Bestu kveðjur, Ólafur B. Thoroddsen  skólastjóri      
Lesa meira

Gjaldskrárbreytingar

Á fundi sínum þann 18. desember s.l. samþykkti bæjarráð breytingar á gjaldskrám Akureyrarbæjar fyrir árið 2009. Skólavistun Síðdegishressing pr. dag 61 Mötuneyti grunnskóla Akureyrar Stök máltíð 415 Annar áskrift pr. máltíð 307
Lesa meira

Jólabréf 2008

Foreldrar og nemendur í Síðuskóla Aðventan er gengin í garð og  jólin nálgast. Skólinn hefur verið skreyttur með fyrra móti þetta skólaár og með náminu eru nemendur að vinna að ýmsum verkefnum tengdum jólunum. Verkefnin eru breytileg  eftir árgöngum og sem dæmi má nefna lestur jólabóka á bókasafninu, 6. bekkur æfir jólaleikrit, skautaferðir, kaffihús heimsótt og  aðventuferðir í Minjasafns- og Glerárkirkju.
Lesa meira

Litlu jól 19. desember 2008

Röðun bekkja á litlu jólum. Kl: 8:30 1.b SES 2.b ASR 3.b SS 4.b SEB 5.b EJK1 6.b TS 7.b B 8.b BJ9.b SJ 10.b HF Kl: 10:30 1.b MB 2.b SÁ 3.b SG 4.b HL 5.b EJK2 6.b HB 7.b HH 8.b KLM9.b SA 10.b SSig Nemendur byrja á því að mæta í sínar heimastofur, fyrir utan 7.-10. bekk sem mæta í eftirfarandi stofur. 7. bekkur í stofu 14 8. bekkur í stofu 23 9. bekkur í stofu 26 10. bekkur í stofu 32 Áætluð tímalengd litlu jóla eru 1-2 klukkustundir.  
Lesa meira

Getaverkefni - Myndir

Hér eru sýnishorn af verkefnum sem 4. og 5. bekkir unnu saman í náttúrufræði. Unnið var með fugla  og í tengslum við GETA-verkefnið sem er þróunarverkefni hér í skólanum í umhverfismennt. GETA er liður í alþjóðlegri viðleitni til að efla og útbreiða menntun til sjálfbærrar þróunar . Markmiðið er að: o   Skapa þekkingu og færni í þágu menntunar til sjálfbærni heima og heiman o   Stuðla að aukinni virðingu fyrir náttúru og umhverfi, fyrir margbreytni og gildum sem stuðla að sjálfbærni í samskiptum mannsins við umhverfi sitt og innbyrðis á milli manna og samfélaga. o   Efla skilning á samábyrgð okkar á framtíð mannkyns og að komandi kynslóðir  hafi möguleika á að fullnægja þörfum sínum. Meðal verkefna sem nemendur unnu er skilti sem leiðbeina á um umgengni á varplandi fugla og auglýsingabæklingur fyrir veiðimenn.  En myndirnar tala sínu máli. Myndirnar má sjá hér.
Lesa meira

Matseðill fyrir janúar

Matseðill fyrir janúar 2009 er kominn inn og viljum við minna á að opið er fyrir skráningar í mat. Matseðilinn má nálgast hér.
Lesa meira

Danskur sendikennari í Síðuskóla

Anette Kristensen sendikennari frá Odense í Danmörku er nú stödd í Síðuskóla. Hún dvelur á Akureyri þetta skólaár og er u.þ.b. 5 vikur í hverjum grunnskóla bæjarins. Koma sendikennara hingað er samstarfsverkefni á milli menntamálaráðuneytanna í Danmörku og á Íslandi. Anette er búin að vera hjá okkur í 3 vikur og lýkur kennslu sinni í Síðuskóla í næstu viku. Hún hefur kennst dönsku í 7.-10. bekk og lagt megináherslu á talað mál. Nemendur hafa tekið henni mjög vel og verið duglegir og ófeimnir að taka þátt í þeim verkefnum sem hún hefur lagt fyrir. Verkefnin sem unnið hefur verið með hafa verið fjölbreytt og skemmtileg, má þar m.a. nefna vinnu með íslenskar og danskar jólahefðir, kynningu á danskri og íslenskri tónlist og söng. Þetta er í fjórða sinn sem sendikennari kemur til skólans og er von okkar að framhald verði á þessu samstarfsverkefni.
Lesa meira

Ágætu foreldrar

Nú er komið að því að skrá börnin í mat fyrir janúar n.k., skáningu þarf að vera lokið fyrir 15. desember. (Fyrir þá sem ekki eru með annaráskrift í mat). (Vinsamlegast smellið á "lesa meira" fyrir frekari upplýsingar).
Lesa meira

Spurningakeppnin 1. desember

Hin árlega spurningakeppni eldri deildar var haldin í 11. sinn þann 1. desember og má því segja að mikil hefð sé orðin fyrir henni. Nú voru nemendur í 7. bekk með í fyrsta skipti en þeir eru hluti af eldri deild. Keppnin var jöfn milli 9. og 10. bekkjar og höfðu nemendur 10. bekkjar sigur þetta árið.
Lesa meira