Fréttir

Stuðningssíða fyrir nemendur með lesraskanir

-Stuðningssíða fyrir nemendur með lesraskanir á vef skólavefsins- Á Skólavefnum er að finna ógrynni námsefnis sem skólar og einstaklingar hafa nýtt sér með góðum árangri í 10 ár. 93% allra grunnskóla og um 2000 heimili eru með áskrift að vefnum og nýta sér fjölbreytt námsefnið með margvíslegum hætti. Námsefni af Skólavefnum er notað víða í kennslu auk þess sem við erum einn stærsti einkaaðilinn í útgáfu námsbóka á Íslandi.
Lesa meira

Myndir úr myndmennt

Fyrir áramót voru nemendur 5. og 7. bekkjar í dagblaðaverkefni í myndmennt. Nemendur höfðu nóg að gera við að lesa, klippa, skoða, rífa og líma myndir úr blöðunum. Fróðleiksfúsir sökktu sér í blaðalestur sér til gagns og gamans áður en hafist var handa við að tæta blöðin í sundur! Myndir má sjá hér. Í haust var ákveðið að setja upp smt-tré fyrir allan skólann. Þar safnast saman hversu marga hrósmiða nemendur hafa fengið í heildina frá því í haust. Vaskir nemendur úr 5. bekk hjálpuðu til við að hengja tréið á sinn stað. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Matseðill fyrir febrúar

Matseðill fyrir febrúar er kominn inn, hann má nálgast hér.
Lesa meira

Danskeppni hjá 4. SS

Í dag miðvikudaginn 27. janúar var haldin danskeppni hjá nemendum í 4. SS. Krakkarnir völdu sér danskeppni sem umbun. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Myndir frá 6. bekk

Nýjar myndir eru komnar inn í myndaalbúm 6. bekkjar. Náttúrufræðikynning frá því í desember & Enskutími hjá 6.1
Lesa meira

2. og 3. bekkur spila saman

Föstudaginn 16. janúar spiluðu 2. og 3. bekkur saman. Krakkarnir í 3. bekk voru að kenna krökkunum í 2. bekk á nýju spilin sem við höfum verið að fá í skólann núna í vetur. Það var mikið líf og fjör hjá krökkunum. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Snillingar - Þjálfun í samskiptum, tilfinningastjórn og athygli barna með ADHD

Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar og ADHD samtökin í samvinnu við Þroska– og hegðunarstöð HH bjóða börnum með ADHD að taka þátt í námskeiði til að efla færni á ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árin 200 og 2001 og eru 6 börn í hverjum hópi. Áhersla er lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra. Eftirfarandi þættir verða teknir fyrir í hópunum: Tilfinninga– og reiðistjórnun, félagsfærni, sjálfstjórn og þrautalausnir. Námskeiðið verður frá 22. febrúar til 24. mars n.k. Kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl. 16.– 17.30, alls 10 skipti. Umsóknir berist til gudrunkr@akureyri.is eða bjorg@akureyri.is eða hringið í síma 460-1420 Nánari upplýsingar er að finna hér http://naustaskoli.is/news/snillingarnir_-_namskeid/
Lesa meira

Öðruvísi vika 18. -22. janúar 2010

/* /*]]>*/ Í desember var ákveðið að í stað furðufatadags sem venjulega er á haustönn verði haldin öðruvísi vika í janúar. Mánudaginn 18. janúar er bleikur dagur en þá mæta allir í einhverju bleiku eða með eitthvað bleikt. Þriðjudaginn 19. janúar er hatta, húfu eða gleraugnadagur en þá mæta allir með hatt, húfu eða gleraugu. Miðvikudaginn 20. janúar er doppóttur eða köflóttur dagur en þá mæta allir í eða með eitthvað doppótt eða köflótt. Fimmtudaginn 21. janúar er ekki svartur dagur en þann dag klæðist enginn svörtu.   Föstudaginn 22. janúar endum við öðruvísi viku svo með sparifatadegi en þá mæta allir í sínu fínasta pússi.
Lesa meira

Matseðill fyrir janúar

Matseðill fyrir janúar er kominn inn. Hann má nálgast hér.
Lesa meira

Gjöf sem gefur frá 5. bekk

Á aðventunni fór 5. bekkur í heimsókn í Glerárkirkju og fræddist m.a. um hjálparstarf kirkjunnar. Í framhaldi af því kom upp sú hugmynd að láta gott af sér leiða fyrir jólin. Var ákveðið að hafa söfnun í bekknum þar þeir sem vildu gætu komið með 200-300 krónur. Þetta tókst vel og útkoman varð sú að árgangurinn keypti tvö gjafabréf sem frelsa barn úr skuldaánauð og auk þess eitt gjafabréf með geit. Var gaman að sjá hve mikla gleði þetta veitti krökkunum. 
Lesa meira