-Stuðningssíða fyrir nemendur með lesraskanir á vef skólavefsins-
Á Skólavefnum er að finna ógrynni námsefnis sem skólar og einstaklingar hafa nýtt
sér með góðum árangri í 10 ár. 93% allra grunnskóla og um 2000 heimili eru með
áskrift að vefnum og nýta sér fjölbreytt námsefnið með margvíslegum hætti.
Námsefni af Skólavefnum er notað víða í kennslu auk þess sem við erum einn stærsti
einkaaðilinn í útgáfu námsbóka á Íslandi.
-Stuðningssíða fyrir nemendur með lesraskanir á vef skólavefsins-
Á Skólavefnum er að finna ógrynni námsefnis sem skólar og einstaklingar hafa nýtt
sér með góðum árangri í 10 ár. 93% allra grunnskóla og um 2000 heimili eru með
áskrift að vefnum og nýta sér fjölbreytt námsefnið með margvíslegum hætti.
Námsefni af Skólavefnum er notað víða í kennslu auk þess sem við erum einn stærsti
einkaaðilinn í útgáfu námsbóka á Íslandi.
Við hjá Skólavefnum höfum lengi vitað að Skólavefurinn nýtist nemendum með
lesraskanir vel og hafa skólar og fyrirtæki sem vinna með lesblindum bent á
Skólavefinn sem hjálpartæki fyrir þessa nemendur. Nú höfum við á Skólavefnum
útbúið sérstaka stuðningssíðu fyrir nemendur með lesraskanir.
Við tökum þar saman tengla á efni sem er vel til þess fallið að hjálpa þessum hópi.
Þessi síða er þá einskonar gátt fyrir nemendur með lesraskanir að efni sem hentar
þessum hópi vel. Lögð er áhersla á að finna efni sem er upplesið, myndrænt, með
gagnvirkum æfingum, myndbandsskýringum og stækkanlegu letri.
Kostir Skólavefsins fyrir nemendur með lesraskanir:
- mikið af upplesnu efni
- gríðarlegt magn gagnvirkra æfinga
- þjálfunarnámskeið fyrir samræmd próf
- gömul samræmd próf í gagnvirkum búningi ‐ frábær þjálfun
- myndræn framsetning
- auðvelt að stækka texta
- myndbandsskýringar með völdu efni
Við munum sífellt bæta við fleiri tenglum á síðuna því þetta er aðeins brot af því efni
sem er að finna á Skólavefnum sem hentar þessum hópi. Við vonum að þessi aukna
þjónusta okkar við nemendur með lesraskanir komi sér vel. Við munum fylgja þessu
eftir með því að setja þarna inn fleiri tengla og meira fræðslu‐ og ítarefni um
lesraskanir, þessi síða mun stækka mjög ört. Von okkar er sú að Skólavefurinn geti
hjálpað þessum hópi hvort sem er með þjálfun í vissum greinum eða sem stuðningur
við efni sem þau eru að vinna með í skólanum (t.d. með því að hlusta á Skólavefnum á
Íslendingasögurnar sem þau eru að lesa í skólanum).