18.09.2009
Laugardaginn 5. september var haldið upp á 25 ára afmæli Síðuskóla.
Myndir frá hátíðinni má sjá hér.
ATH: Bætt hefur verið við myndum frá afmælishátíðinni sem má nálgast hér.
Lesa meira
18.09.2009
Við í Síðuskóla tökum nú í annað sinn þátt í alþjóðlega verkefninu Göngum í
skólann. Október er alþjóðlegur skólagöngumánuður - og alþjóðlegi „göngum í skólann“ dagurinn er
9. október 2009. Á Íslandi ákvað verkefnisstjórn að verkefnið hæfist 9. september og ljúki formlega á
alþjóðlega Göngum í skólann deginum 9. október næstkomandi. Við settum verkefni okkar með árlegu skólahlaupi
okkar. Allir nemendur og starfsmenn hlupu eða gengu skólahringinn. Kennarar hafa síðan kannað í bekkjum sínum hversu margir nemendur koma gangandi,
hjólandi, með almenningsvögnum eða með einkabíl í skólann.
Í næstu viku (og einnig í vikunni 5. - 9. október) verður skráð í öllum bekkjum hvernig nemendur og starfsmenn koma í
skólann. Þá munu einnig verða svokallaðir skólatöskudagar því það er margt sem hafa þarf í huga þegar þessi
hlutur er notaður. Markmiðið er að læra hvað gott sé að hafa í huga við val á skólatösku, hversu þung taskan
megi vera, og hvernig æskilegast er að bera töskuna og raða sem best í hana. Nemendur þurfa að bera námsgögn á milli heimilis og
skóla og því er þetta verkefni valið að þessu sinni. Í skólanum starfar iðjuþjálfi sem mun fara á milli bekkja
með hjúkrunarfræðingi og námsráðgjafa. Þeir munu vigta töskur og nemendur og sjá um fræðsluna.
Við hvetjum alla nemendur og starfsmenn til að koma gangandi eða hjólandi til vinnu. Það er bæði umhverfisvænt og hollt. Því fylgir
góð hreyfing og útivera verður meiri.
Lesa meira
17.09.2009
Minnum á að matseðill fyrir september er kominn inn.
Hann má nálgast hér.
Lesa meira
17.09.2009
Á myndasíðu 6. bekkjar eru komnar inn nýjar myndir frá umhverfisdeginum, ferð niður að Hundtjörn og frá siglingu með HúnaII.
Myndirnar má sjá hér.
Lesa meira
14.09.2009
Hér vinstra megin á síðunni hefur verið settur inn hlekkur á viðbragðsáætlun Síðuskóla vegna inflúensu.
Viðbragðsáætlun þessi segir fyrir um skipulag og stjórn aðgerða í Síðuskóla í samræmi við áætlun
Almannavarna um viðbrögð við heimsútbreiðslu inflúensu.
Markmið viðbragðsáætlana skóla eru að tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð allra
skólastofnana sem og starfsmanna þeirra þegar til inflúensufaraldurs kemur.
Biðjum við alla um að kynna sér þessa áætlun.
Viðbragðsáætlun vegna inflúensu
Lesa meira
09.09.2009
Í dag miðvikudaginn 9. september var Norræna skólahlaupið haldið. Hlaupið gekk mjög vel fyrir sig og stóðu nemendur sig mjög vel.
Verðlaun voru veitt fyrir fyrstu 3 sætin í hverjum aldursflokk og hér má sjá hverjir náðu bestu tímunum að þessu sinni.
Myndir má sjá hér.
Til að sjá úrslit hlaupsins smelltu þá á lesa meira.
Lesa meira
08.09.2009
F.O.K.S. býður upp á súpufund
fimmtudaginn 10. september 2009 klukkan 18:00
Dagskrá:Fundarsetning
Ávarp skólastjóra
Skýrsla stjórnar
Afgreiðsla reikninga
Alice Harpa Björgvinsdóttir, sálfræðingur flytur fyrirlesturinn.
Gaman saman: Mikilvægi jákvæðs hugarfars
Kosning í stjórn
Önnur mál
Gaman væri að sjá sem flesta
Stjórn F.O.K.S.
Lesa meira
04.09.2009
Síðuskóli er stoltur grænfánaskóli og er það vegna þess að nemendur og starfsfólk leggur sig fram um umhverfismennt. Á
hverjum degi er unnið að umhverfismennt og að auki eru árlega í skólanum einn til tveir umhverfisdagar þar sem þema dagsins er umhverfismennt. Annar
að hausti og hinn að vori. Á haustin keppa nemendur meðal annars í myndgreiningu, þar sem þeir eiga að þekkja 5 fugla, 5 plöntur og 5
landslagsmyndir. Markmiðið með keppninni er m.a. að auka umhverfisvitund nemenda. Sá sem flest stig fær í keppninni hlýtur sæmdarheitið
Náttúrfræðingur Síðuskóla. Að þessu sinni voru tvær stúlkur í 9. bekk efstar og jafnar þær Auður
Pálsdóttir 9. SED og Guðrún Baldvinsdóttir 9. BJ. Nokkrir nemendur fengu svo viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í keppninni en
þeir eru:
Kristján Páll Steinsson 2. SES
Fanney Rún Stefánsdóttir 3. ASR
Haukur Brynjarsson 4. SG
Anna Margrét Bragadóttir 5. SEB
Andri Björn Sveinsson 6. EJK2
Svavar Sigurður Sigurðarson 6. EJK1
Elín Erla Káradóttir 10. SS
Lesa meira
03.09.2009
Minnum á að matseðill fyrir september er kominn inn.
Hann má nálgast hér.
Lesa meira
03.09.2009
Til foreldra/forráðamanna
Heimsfaraldur inflúensu A(H1N1)v sem ríður yfir um þessar mundir er tiltölulega vægur
og skapar því ekki forsendur fyrir skorðum við skólahaldi. Skólastarf á að geta hafist með
eðlilegum hætti næstu daga og vikur þrátt fyrir heimsfaraldur inflúensunnar. En seinna
þegar faraldurinn er í hámarki getur þurft að taka afstöðu til þess hvort tilteknir skólar geti
haldið áfram starfi vegna mikilla fjarvista nemanda og/eða kennara.
Skólastjórnendur vinna í samvinnu við menntamálaráðuneyti að samræmdri
viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs sem stuðlar að samræmdum aðgerðum skóla
um allt land.
Vakin skal athygli á því að í síbreytilegum faraldri kunna að koma aðstæður þar sem
endurmeta þarf aðgerðir.
Aðgerðir um þessar mundir miða að því að halda skólastarfsemi gangandi og draga úr
smithættu.
Helstu leiðir til að draga úr smiti:
· Veikist nemandi þannig að einkennin bendi til inflúensu, er honum ráðlagt að halda
sig heima í sjö daga frá upphafi veikinda.
· Ekki er þörf á því að aðrir sem eru einkennalausir á heimili sjúklings haldi sig heima.
· Hreinlæti skiptir mestu máli í að draga úr smithættu. Þar ber fyrst að nefna handþvott
og að fólk hafi á sér einnota pappírsþurrkur til að hnerra eða hósta í.
· Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar
ríkislögreglustjóra á www.influensa.is
Seltjarnarnesi, 14. ágúst 2009
Sóttvarnalæknir
Ríkislögreglustjóri, almannavarnadeild
Lesa meira