Göngum í skólann og skólatöskuverkefni

Við í Síðuskóla tökum nú í annað sinn þátt í alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann. Október er alþjóðlegur skólagöngumánuður - og alþjóðlegi „göngum í skólann“ dagurinn er 9. október 2009. Á Íslandi ákvað verkefnisstjórn að verkefnið hæfist 9. september og ljúki formlega á alþjóðlega Göngum í skólann deginum 9. október næstkomandi. Við settum verkefni okkar með árlegu skólahlaupi okkar. Allir nemendur og starfsmenn hlupu eða gengu skólahringinn. Kennarar hafa síðan kannað í bekkjum sínum hversu margir nemendur koma gangandi, hjólandi, með almenningsvögnum eða með einkabíl í skólann. Í næstu viku (og einnig í vikunni 5. - 9. október) verður skráð í öllum bekkjum hvernig nemendur og starfsmenn koma í skólann. Þá munu einnig verða svokallaðir skólatöskudagar því það er margt sem hafa þarf í huga þegar þessi hlutur er notaður. Markmiðið er að læra hvað gott sé að hafa í huga við val á skólatösku, hversu þung taskan megi vera, og hvernig æskilegast er að bera töskuna og raða sem best í hana. Nemendur þurfa að bera námsgögn á milli heimilis og skóla og því er þetta verkefni valið að þessu sinni. Í skólanum starfar iðjuþjálfi sem mun fara á milli bekkja með hjúkrunarfræðingi og námsráðgjafa. Þeir munu vigta töskur og nemendur og sjá um fræðsluna. Við hvetjum alla nemendur og starfsmenn til að koma gangandi eða hjólandi til vinnu. Það er bæði umhverfisvænt og hollt. Því fylgir góð hreyfing og útivera verður meiri. 

Við í Síðuskóla tökum nú í annað sinn þátt í alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann. Október er alþjóðlegur skólagöngumánuður - og alþjóðlegi „göngum í skólann“ dagurinn er 9. október 2009. Á Íslandi ákvað verkefnisstjórn að verkefnið hæfist 9. september og ljúki formlega á alþjóðlega Göngum í skólann deginum 9. október næstkomandi. Við settum verkefni okkar með árlegu skólahlaupi okkar. Allir nemendur og starfsmenn hlupu eða gengu skólahringinn. Kennarar hafa síðan kannað í bekkjum sínum hversu margir nemendur koma gangandi, hjólandi, með almenningsvögnum eða með einkabíl í skólann.

Í næstu viku (og einnig í vikunni 5. - 9. október) verður skráð í öllum bekkjum hvernig nemendur og starfsmenn koma í skólann. Þá munu einnig verða svokallaðir skólatöskudagar því það er margt sem hafa þarf í huga þegar þessi hlutur er notaður. Markmiðið er að læra hvað gott sé að hafa í huga við val á skólatösku, hversu þung taskan megi vera, og hvernig æskilegast er að bera töskuna og raða sem best í hana. Nemendur þurfa að bera námsgögn á milli heimilis og skóla og því er þetta verkefni valið að þessu sinni. Í skólanum starfar iðjuþjálfi sem mun fara á milli bekkja með hjúkrunarfræðingi og námsráðgjafa. Þeir munu vigta töskur og nemendur og sjá um fræðsluna.

Við hvetjum alla nemendur og starfsmenn til að koma gangandi eða hjólandi til vinnu. Það er bæði umhverfisvænt og hollt. Því fylgir góð hreyfing og útivera verður meiri.