Fréttir

Heimsókn rithöfundar í 1. – 5. bekk

Gerður Kristný rithöfundur, kom í heimsókn og kynnti bækurnar sem hún hefur samið á síðustu árum. Gerður Kristný sagði nemendum stuttlega frá sjálfri sér og hvað hún hefði gert í sínum frítíma í æsku. Hún las fyrir krakkana úr bókinni Ballið á Bessastöðum. Myndir
Lesa meira

Myndir frá 4. bekk

Föstudaginn 27. nóvember komu foreldrar nemenda í 4. bekk að skreyta piparkökur með börnunum.  Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Frístund - símanúmer

Af gefnu tilefni viljum við benda á beina símalínu í Frístund sem er 461-3473.
Lesa meira

Heimsókn menntamálaráðherra

Á degi íslenskrar tungu, mánudaginn 16. nóvember, kom Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í heimsókn í skólann. Á meðan á heimsókninni stóð fór hún meðal annars inn í 2. bekk og fylgdist með kennsluaðferðum byrjendalæsis.
Lesa meira

Comenius verkefnið – LITIR

Í byrjun nóvember fóru 8 nemendur og 2 kennarar á vegum verkefnisins til Heppenheim í Þýskalandi.  Krakkarnir gistu hjá þýskum nemendum og undu sér vel. Unnið var með þemað – Litir og vísindi -.  Krakkarnir unnu að verkefninu með nemendum frá Slóveníu, en þangað verður farið í maí, Þýskalandi, Noregi og Ítalíu.  Vinnan gekk mjög vel og voru okkar nemendur skólanum, sjálfum sér og okkur til sóma eins og við var að búast.   Við skoðuðum Heidelberg og fórum einnig til Strassborg (eða Stressborgar því við höfðum svo lítinn tíma) að skoða Evrópuþingið og fleira.  Ferðin tókst í alla staði mjög vel og vildu hinir tímabundnu „foreldrar“ ekki sleppa krökkunum heim. Myndir.
Lesa meira

Ferð á Toyota verkstæðið

Krakkarnir í 3. bekk hafa verið að vinna byrjendalæsisverkefni um bíla sl. vikur. Einn þáttur í þeirri vinnu var heimsókn á bifreiðaverkstæði Toyota. Starfsmennirnir þar voru svo almennilegir að taka á móti öllum hópnum. Ekki var verra að á verkstæðinu vinnur m.a. Símon, pabbi Sunnevu og Gunni, stóri bróðir Önnu Sigrúnar kennara. Krakkarnir fengu góða fræðslu um bílana og sáu m.a. ofan í vélina og undir bílana. Mikið var spáð í heiti hina ýmsu hluta bílsins og voru starfsmennirnir óþreytandi að svara spurningum krakkanna. 3. bekkur þakkar kærlega fyrir mótttökurnar. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Matseðill fyrir desember

Matseðill fyrir desember er kominn inn. Hann má nálgast hér.
Lesa meira

Norræni loftlagsdagurinn - Getraun

Á meðan á þemadögum stóð tóku nemendur þátt í getraun í tilefni af norræna loftlagsdeginum sem var 11. nóvember. Getraunin samanstóð af 24 fullyrðingum, og áttu nemendur að svara til um hvort þær væru réttar eða rangar. Þegar getrauninni var lokið var dregið úr réttum svörum og urðu sigurvegarar eftirfarandi: 1. sæti: Daði Hrannar Davíðsson 2. sæti: Guðmann Óskar Haraldsson 3. sæti: Jón Stefán Laxdal Í verðlaun fengu strákarnir plöntur sem gefnar voru af Sólskógum og konfektkassa. Til gamans má sjá getraunina hér.
Lesa meira

Þemadagar - Myndir

Síðustu tvo daga hafa verið þemadagar í Síðuskóla, þar sem nemendur hafa unnið að ýmsum verkefnum, eins og sokkabrúðugerð, mósaík, hljóðfæragerð ásamt mörgu öðru. Myndir segja meira en þúsund orð og er því tilvalið að renna yfir þær myndir sem teknar voru þessa tvo daga. Myndir frá miðvikudegi má finna hér. Myndir frá fimmtudegi má finna hér.
Lesa meira