Krakkarnir í 3. bekk hafa verið að vinna byrjendalæsisverkefni um bíla sl. vikur. Einn þáttur í þeirri vinnu var heimsókn á bifreiðaverkstæði Toyota. Starfsmennirnir þar voru svo almennilegir að taka á móti öllum hópnum. Ekki var verra að á verkstæðinu vinnur m.a. Símon, pabbi Sunnevu og Gunni, stóri bróðir Önnu Sigrúnar kennara.
Krakkarnir fengu góða fræðslu um bílana og sáu m.a. ofan í vélina og undir bílana. Mikið var spáð í heiti hina
ýmsu hluta bílsins og voru starfsmennirnir óþreytandi að svara spurningum krakkanna. 3. bekkur þakkar kærlega fyrir mótttökurnar.
Myndir má sjá hér.