Til foreldra/forráðamanna
Heimsfaraldur inflúensu A(H1N1)v sem ríður yfir um þessar mundir er tiltölulega vægur
og skapar því ekki forsendur fyrir skorðum við skólahaldi. Skólastarf á að geta hafist með
eðlilegum hætti næstu daga og vikur þrátt fyrir heimsfaraldur inflúensunnar. En seinna
þegar faraldurinn er í hámarki getur þurft að taka afstöðu til þess hvort tilteknir skólar geti
haldið áfram starfi vegna mikilla fjarvista nemanda og/eða kennara.
Skólastjórnendur vinna í samvinnu við menntamálaráðuneyti að samræmdri
viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs sem stuðlar að samræmdum aðgerðum skóla
um allt land.
Vakin skal athygli á því að í síbreytilegum faraldri kunna að koma aðstæður þar sem
endurmeta þarf aðgerðir.
Aðgerðir um þessar mundir miða að því að halda skólastarfsemi gangandi og draga úr
smithættu.
Helstu leiðir til að draga úr smiti:
· Veikist nemandi þannig að einkennin bendi til inflúensu, er honum ráðlagt að halda
sig heima í sjö daga frá upphafi veikinda.
· Ekki er þörf á því að aðrir sem eru einkennalausir á heimili sjúklings haldi sig heima.
· Hreinlæti skiptir mestu máli í að draga úr smithættu. Þar ber fyrst að nefna handþvott
og að fólk hafi á sér einnota pappírsþurrkur til að hnerra eða hósta í.
· Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar
ríkislögreglustjóra á www.influensa.is
Seltjarnarnesi, 14. ágúst 2009
Sóttvarnalæknir
Ríkislögreglustjóri, almannavarnadeild
Til foreldra/forráðamanna
Heimsfaraldur inflúensu A(H1N1)v sem ríður yfir um þessar mundir er tiltölulega vægur
og skapar því ekki forsendur fyrir skorðum við skólahaldi. Skólastarf á að geta hafist með
eðlilegum hætti næstu daga og vikur þrátt fyrir heimsfaraldur inflúensunnar. En seinna
þegar faraldurinn er í hámarki getur þurft að taka afstöðu til þess hvort tilteknir skólar geti
haldið áfram starfi vegna mikilla fjarvista nemanda og/eða kennara.
Skólastjórnendur vinna í samvinnu við menntamálaráðuneyti að samræmdri
viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs sem stuðlar að samræmdum aðgerðum skóla
um allt land.
Vakin skal athygli á því að í síbreytilegum faraldri kunna að koma aðstæður þar sem
endurmeta þarf aðgerðir.
Aðgerðir um þessar mundir miða að því að halda skólastarfsemi gangandi og draga úr
smithættu.
Helstu leiðir til að draga úr smiti:
· Veikist nemandi þannig að einkennin bendi til inflúensu, er honum ráðlagt að halda
sig heima í sjö daga frá upphafi veikinda.
· Ekki er þörf á því að aðrir sem eru einkennalausir á heimili sjúklings haldi sig heima.
· Hreinlæti skiptir mestu máli í að draga úr smithættu. Þar ber fyrst að nefna handþvott
og að fólk hafi á sér einnota pappírsþurrkur til að hnerra eða hósta í.
· Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar
ríkislögreglustjóra á
www.influensa.is
Seltjarnarnesi, 14. ágúst 2009
Sóttvarnalæknir
Ríkislögreglustjóri, almannavarnadeild