Gjöf sem gefur frá 5. bekk

Á aðventunni fór 5. bekkur í heimsókn í Glerárkirkju og fræddist m.a. um hjálparstarf kirkjunnar. Í framhaldi af því kom upp sú hugmynd að láta gott af sér leiða fyrir jólin. Var ákveðið að hafa söfnun í bekknum þar þeir sem vildu gætu komið með 200-300 krónur. Þetta tókst vel og útkoman varð sú að árgangurinn keypti tvö gjafabréf sem frelsa barn úr skuldaánauð og auk þess eitt gjafabréf með geit. Var gaman að sjá hve mikla gleði þetta veitti krökkunum. 
Á aðventunni fór 5. bekkur í heimsókn í Glerárkirkju og fræddist m.a. um hjálparstarf kirkjunnar. Í framhaldi af því kom upp sú hugmynd að láta gott af sér leiða fyrir jólin. Var ákveðið að hafa söfnun í bekknum þar þeir sem vildu gætu komið með 200-300 krónur. Þetta tókst vel og útkoman varð sú að árgangurinn keypti tvö gjafabréf sem frelsa barn úr skuldaánauð og auk þess eitt gjafabréf með geit. Var gaman að sjá hve mikla gleði þetta veitti krökkunum.