Leitin að grenndargralinu

Síðustu vikur hafa nokkrir nemendur tekið þátt í leitinni að grenndargralinu. Um er að ræða keppni og/eða leik milli nemenda á unglingastigi Giljaskóla og Síðuskóla þar sem  nemendur leita að grali einu sem falið er innan bæjarmarkanna. Þátttakendur fá eina þraut í viku í 10 vikur þar sem þeir eiga að leysa ýmiskonar verkefni sem tengjast sögu heimabyggðar. Fyrir hverja rétta úrlausn fá þeir einn bókstaf. Þeir keppendur sem skila inn réttum úrlausnum við þrautunum 10 reyna svo að raða bókstöfunum þannig að þeir myndi orð sem tengist heimabygggð. Ef þeim tekst að mynda lykilorðið fá þeir lokavísbendingu sem leiðir þá að gralinu. Þeir sem fyrstir koma á staðinn og finna grenndargralið teljast sigurvegarar í Leitinni að grenndargralinu árið 2009. Þau lið sem eftir eru í keppninni má sjá hér.
Síðustu vikur hafa nokkrir nemendur tekið þátt í leitinni að grenndargralinu. Um er að ræða keppni og/eða leik milli nemenda á unglingastigi Giljaskóla og Síðuskóla þar sem  nemendur leita að grali einu sem falið er innan bæjarmarkanna. Þátttakendur fá eina þraut í viku í 10 vikur þar sem þeir eiga að leysa ýmiskonar verkefni sem tengjast sögu heimabyggðar. Fyrir hverja rétta úrlausn fá þeir einn bókstaf. Þeir keppendur sem skila inn réttum úrlausnum við þrautunum 10 reyna svo að raða bókstöfunum þannig að þeir myndi orð sem tengist heimabygggð. Ef þeim tekst að mynda lykilorðið fá þeir lokavísbendingu sem leiðir þá að gralinu. Þeir sem fyrstir koma á staðinn og finna grenndargralið teljast sigurvegarar í Leitinni að grenndargralinu árið 2009.

Þau lið sem eftir eru í keppninni má sjá hér.