Fréttir

Jólabréf 2008

Foreldrar og nemendur í Síðuskóla Aðventan er gengin í garð og  jólin nálgast. Skólinn hefur verið skreyttur með fyrra móti þetta skólaár og með náminu eru nemendur að vinna að ýmsum verkefnum tengdum jólunum. Verkefnin eru breytileg  eftir árgöngum og sem dæmi má nefna lestur jólabóka á bókasafninu, 6. bekkur æfir jólaleikrit, skautaferðir, kaffihús heimsótt og  aðventuferðir í Minjasafns- og Glerárkirkju.
Lesa meira

Litlu jól 19. desember 2008

Röðun bekkja á litlu jólum. Kl: 8:30 1.b SES 2.b ASR 3.b SS 4.b SEB 5.b EJK1 6.b TS 7.b B 8.b BJ9.b SJ 10.b HF Kl: 10:30 1.b MB 2.b SÁ 3.b SG 4.b HL 5.b EJK2 6.b HB 7.b HH 8.b KLM9.b SA 10.b SSig Nemendur byrja á því að mæta í sínar heimastofur, fyrir utan 7.-10. bekk sem mæta í eftirfarandi stofur. 7. bekkur í stofu 14 8. bekkur í stofu 23 9. bekkur í stofu 26 10. bekkur í stofu 32 Áætluð tímalengd litlu jóla eru 1-2 klukkustundir.  
Lesa meira

Getaverkefni - Myndir

Hér eru sýnishorn af verkefnum sem 4. og 5. bekkir unnu saman í náttúrufræði. Unnið var með fugla  og í tengslum við GETA-verkefnið sem er þróunarverkefni hér í skólanum í umhverfismennt. GETA er liður í alþjóðlegri viðleitni til að efla og útbreiða menntun til sjálfbærrar þróunar . Markmiðið er að: o   Skapa þekkingu og færni í þágu menntunar til sjálfbærni heima og heiman o   Stuðla að aukinni virðingu fyrir náttúru og umhverfi, fyrir margbreytni og gildum sem stuðla að sjálfbærni í samskiptum mannsins við umhverfi sitt og innbyrðis á milli manna og samfélaga. o   Efla skilning á samábyrgð okkar á framtíð mannkyns og að komandi kynslóðir  hafi möguleika á að fullnægja þörfum sínum. Meðal verkefna sem nemendur unnu er skilti sem leiðbeina á um umgengni á varplandi fugla og auglýsingabæklingur fyrir veiðimenn.  En myndirnar tala sínu máli. Myndirnar má sjá hér.
Lesa meira

Matseðill fyrir janúar

Matseðill fyrir janúar 2009 er kominn inn og viljum við minna á að opið er fyrir skráningar í mat. Matseðilinn má nálgast hér.
Lesa meira

Danskur sendikennari í Síðuskóla

Anette Kristensen sendikennari frá Odense í Danmörku er nú stödd í Síðuskóla. Hún dvelur á Akureyri þetta skólaár og er u.þ.b. 5 vikur í hverjum grunnskóla bæjarins. Koma sendikennara hingað er samstarfsverkefni á milli menntamálaráðuneytanna í Danmörku og á Íslandi. Anette er búin að vera hjá okkur í 3 vikur og lýkur kennslu sinni í Síðuskóla í næstu viku. Hún hefur kennst dönsku í 7.-10. bekk og lagt megináherslu á talað mál. Nemendur hafa tekið henni mjög vel og verið duglegir og ófeimnir að taka þátt í þeim verkefnum sem hún hefur lagt fyrir. Verkefnin sem unnið hefur verið með hafa verið fjölbreytt og skemmtileg, má þar m.a. nefna vinnu með íslenskar og danskar jólahefðir, kynningu á danskri og íslenskri tónlist og söng. Þetta er í fjórða sinn sem sendikennari kemur til skólans og er von okkar að framhald verði á þessu samstarfsverkefni.
Lesa meira

Ágætu foreldrar

Nú er komið að því að skrá börnin í mat fyrir janúar n.k., skáningu þarf að vera lokið fyrir 15. desember. (Fyrir þá sem ekki eru með annaráskrift í mat). (Vinsamlegast smellið á "lesa meira" fyrir frekari upplýsingar).
Lesa meira

Spurningakeppnin 1. desember

Hin árlega spurningakeppni eldri deildar var haldin í 11. sinn þann 1. desember og má því segja að mikil hefð sé orðin fyrir henni. Nú voru nemendur í 7. bekk með í fyrsta skipti en þeir eru hluti af eldri deild. Keppnin var jöfn milli 9. og 10. bekkjar og höfðu nemendur 10. bekkjar sigur þetta árið.
Lesa meira

Verðlaun fyrir Húna getraun

Nemendur í 6. bekk fóru fyrir skömmu í siglingu með Húna. Eftir ferðina tóku nemendur þátt í getraun þar sem þau svöruðu nokkrum spurningum um það sem þau höfðu lært í ferðinni. Dregið var úr réttum svörum og var það Atli Rúnar Heiðarsson sem varð fyrir valinu. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en hann vann matreiðslunámskeið fyrir allan bekkinn á Friðrik V. Við óskum Atla og bekkjarfélögum hans til hamingju.
Lesa meira

Sjálfbær þróun

Síðuskóli hefur fengið fræðslusýninguna Sjálfbær þróun á heimsvísu sem byggð er á hugmyndum Sáttmála jarðar en hann var saminn af nefnd skipaðri af Sameinuðu þjóðunum. Sýningin samanstendur af veggspjöldum sem innihalda fróðleik um sjálfbæra þróun og umhverfismál. Sýningin var upprunalega sýnd á Heimsfundinum um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg árið 2002 en SGI á Íslandi þýddi sýninguna og prentaði. Sýningin var svo opnuð í dag þriðjudaginn 18. nóvember á Glerártorgi. Við hvetjum alla til þess að líta þar við og skoða.
Lesa meira

Þemadagar

Þann 11. og 12. nóvember voru haldnir þemadagar í Síðuskóla. Yfirskrift þemadagana var "Fjölgreindaleikar Síðuskóla". Óhætt er að segja að nemendur stóðu sig sérstaklega vel. Starfsfólk skólans þakkar nemendum kærlega fyrir ánægjulega og góða leika þessa daga. Myndir má finna hér.
Lesa meira