Ágætu foreldrar

Nú er komið að því að skrá börnin í mat fyrir janúar n.k., skáningu þarf að vera lokið fyrir 15. desember. (Fyrir þá sem ekki eru með annaráskrift í mat). (Vinsamlegast smellið á "lesa meira" fyrir frekari upplýsingar).

Nú er komið að því að skrá börnin í mat fyrir janúar n.k., skáningu þarf að vera lokið fyrir 15. desember. (Fyrir þá sem ekki eru með annaráskrift í mat).
(Vinsamlegast smellið á "lesa meira" fyrir frekari upplýsingar).

Þeir sem eru með börnin í annaráskrift í mat og/eða mjólk og ætla að hafa þau áfram þurfa ekki að gera neitt, en þeir sem vilja einhverjar breytingar þurfa að fara inn á Matartorgið og breyta því sem við á. Þetta þarf líka að gera fyrir 15. desember.

Stakar máltíðir: Máltíðin kostar 384 krónur

Lágmarkspöntun 10 máltíðir í mánuði.

Annaráskrift:

 Máltíðin kostar 284 krónur.

Annaráskrift er pöntuð í upphafi annar, þá eru keyptar máltíðir alla skóladaga til vors.

Til að skrá í annaráskrift þarf að smella á nafn nemanda, þá opnast gluggi þar sem hægt er að velja mat og hressingu:

Matur = annaráskrift í mat.

Hressing = mjólkuráskrift, einungis er boðið upp á áskrift á mjólk alla daga vikunnar og kostar önnin 2000 krónur

ATH. MJÖG ÁRÍÐANDI ER AÐ MERKJA VIÐ VIÐEIGANDI GREIÐSLUMÁTA, SVO SEM GÍRÓSEÐIL, BOÐGREIÐSLU EÐA BEINGREIÐSLU.

Einnig er hægt að snúa sér til ritara vegna skráningar á Matartorgi.

Frístund:

Nú er hægt að velja fasta skráningu fyrir þá sem það hentar. Þá er farið eins að og við skráningu í mat/hressingu. Smella á flipann vistun og þá er hægt að velja tíma og staðfesta.

Þá þarf ekki að panta frístund í hverjum mánuði eins og verið hefur, en ef frí er í skólanum þarf að skoða það sérstaklega (skipulagsdagar, viðtalsdagar, jólafrí ofl.).