Anette Kristensen sendikennari frá Odense í Danmörku er nú stödd í Síðuskóla. Hún dvelur á Akureyri þetta
skólaár og er u.þ.b. 5 vikur í hverjum grunnskóla bæjarins. Koma sendikennara hingað er samstarfsverkefni á milli
menntamálaráðuneytanna í Danmörku og á Íslandi. Anette er búin að vera hjá okkur í 3 vikur og lýkur kennslu sinni í
Síðuskóla í næstu viku. Hún hefur kennst dönsku í 7.-10. bekk og lagt megináherslu á talað mál. Nemendur hafa tekið
henni mjög vel og verið duglegir og ófeimnir að taka þátt í þeim verkefnum sem hún hefur lagt fyrir.
Verkefnin sem unnið hefur verið með hafa verið fjölbreytt og skemmtileg, má þar m.a. nefna vinnu með íslenskar og danskar jólahefðir, kynningu
á danskri og íslenskri tónlist og söng.
Þetta er í fjórða sinn sem sendikennari kemur til skólans og er von okkar að framhald verði á þessu samstarfsverkefni.
Anette Kristensen sendikennari frá Odense í Danmörku er nú stödd í Síðuskóla. Hún dvelur á Akureyri þetta
skólaár og er u.þ.b. 5 vikur í hverjum grunnskóla bæjarins. Koma sendikennara hingað er samstarfsverkefni á milli
menntamálaráðuneytanna í Danmörku og á Íslandi. Anette er búin að vera hjá okkur í 3 vikur og lýkur kennslu sinni í
Síðuskóla í næstu viku. Hún hefur kennst dönsku í 7.-10. bekk og lagt megináherslu á talað mál. Nemendur hafa tekið
henni mjög vel og verið duglegir og ófeimnir að taka þátt í þeim verkefnum sem hún hefur lagt fyrir.
Verkefnin sem unnið hefur verið með hafa verið fjölbreytt og skemmtileg, má þar m.a. nefna vinnu með íslenskar og danskar jólahefðir, kynningu
á danskri og íslenskri tónlist og söng.
Þetta er í fjórða sinn sem sendikennari kemur til skólans og er von okkar að framhald verði á þessu samstarfsverkefni.