ÍSAT

Dagur íslenskrar náttúru

Á morgun fimmtudaginn 15. september er Dagur íslenskrar náttúru í skólanum. Samkvæmt dagatali er þessi dagur þann 16. september en þar sem er skipulagsdagur á föstudaginn munum við halda upp á daginn á morgun. Stundaskráin er brotin upp og námið fer fram utandyra og vonum við að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir. Keppnin um Náttúrufræðing Síðuskóla er alltaf haldin á þessum degi og verður spennandi að sjá hver hlýtur þann titil þetta árið. Skóladeginum lýkur kl. 13.00. Við minnum svo á að á föstudaginn er skipulagsdagur og frístund opin til 12.00 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.
Lesa meira

Dagur læsis

Í dag 8. september er dagur læsis. Þessi dagur er gjarnan helgaður lestri af einhverjum toga í Síðuskóla en nú var ákveðið að prófa samfelldan upplestur á sal. Hver árgangur frá 3. bekk og upp úr fékk 10 mínútna bil að morgninum og átti lesa upp fyrir þá sem vildu hlusta. Þemað í dag var þjóðsögur. Stór hópur nemenda las upphátt fyrir samnemendur, starfsfólk og foreldra sem komu og hlustuðu þegar færi gafst. Þetta var skemmtileg tilbreyting sem gaman væri að endurtaka að ári. Þeir sem lásu stóðu sig með stakri prýði og hlustendur voru til fyrirmyndar, bæði þegar þeir gengu hljóðlega í og úr salnum og líka þegar þeir sátu prúðir og hlustuðu. Hér má sjá nokkrar myndir.
Lesa meira

Fréttabréf 2016-2017

Fréttabréf júní Fréttabréf maí Fréttabréf apríl Fréttabréf mars Fréttabréf febrúar Fréttabréf janúar Fréttabréf desember Fréttabréf nóvember Fréttabréf október Fréttabréf september Fréttabréf ágúst
Lesa meira

Útivistartími barna og unglinga

Þann 1. september sl. breyttist útivistartími barna, eða eins og segir í barnaverndarlögum: "Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir"
Lesa meira

Norræna skólahlaupið og göngum í skólann

Þriðjudaginn 6. september verður Norræna skólahlaupið í Síðuskóla. Þetta er árviss viðburður þar sem allir nemendur skólans hlaupa eða ganga ákveðna vegalengd. Lengi hefur verið hefð í Síðuskóla að taka tímann og veita þeim sem fljótastir eru viðurkenningu. Að þessu sinni verður breytt til þar sem engin tímataka verður. Nemendur hafa hins vegar val um að hlaupa 1,2, eða 4 hringi en hringurinn er tæplega tveir og hálfur kílómetri. Nemendur 1. bekkjar fara þó bara einn hring í fylgd kennara. Hlaupið hefst klukkan 10:25 og nemendur borða hádegismat að hlaupi loknu. Hefðbundinn kennsla hefst svo aftur þegar hlaupi lýkur.  Miðvikudaginn 7. september hefst síðan átakið göngum í skólann. Þá hvetjum við alla til að ganga eða hjóla í skólann í stað þess að þiggja far. Vert er að minna á umferðarlög, 40. grein þar sem nemendum yngri en 7 ára er óheimilt að hjóla í umferðinni nema í fylgd með fullorðnum. Við mælumst til að nemendur í 1. bekk komi gangandi en þeir sem eru í 2. bekk megi koma á hjóli að hausti.
Lesa meira

1. bekkur í berjamó

Fyrsti bekkur fór í berjaferð í dag og skemmti sér vel í góðu veðri þó lítið hafi verið af berjum. Þegar heim kom teiknuðu þau fínar myndir af berjum og fingramáluðu á léreft með berjum. Hér má sjá myndir.
Lesa meira

Ný útikennslu- og útieldunaraðstaða við Síðuskóla

Í ágústfréttabréfinu sögðum við frá nýrri aðstöðu sem búið er að setja upp fyrir vestan skólann. Þessi aðstaða nýtist okkur í skólanum mjög vel til útikennslu og útieldunar, og nú þegar hafa kennarar farið með nemendur út á nýja svæðið. Hverfisnefnd Síðuhverfis stóð að framkvæmdinni sem er öll til fyrirmyndar. Hér má sjá nokkrar myndir.
Lesa meira

Skólasetning 2016

Skólasetning verður í Síðuskóla mánudaginn 22. ágúst. Nemendur í 2. - 5. bekk mæta klukkan 9:00 á sal skólans og nemendur í 6. - 10. bekk klukkan 10:00. Umsjónarkennarar verðandi 1. bekkjar munu hafa samband og boða foreldra og barn í viðtal annað hvort mánudaginn 22. ágúst eða þriðjudaginn 23. ágúst.  Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst nema hjá 1. bekk en fyrsti skóladagur þeirra er miðvikudaginn 24. ágúst.
Lesa meira

Námsgagnalistar 2016-2017

Komnir eru námsagnalistar fyrir flesta bekki vegna næsta skólaárs, þá má sjá með að smella á "lesa meira" hér að neðan og síðan á viðkomandi bekk. ATH. kennarar í 1.-5. bekk sjá um innkaup í þeim bekkjum.
Lesa meira

Viðurkenning skólanefndar

Á dögunum fékk nemandi í 7. bekk Síðuskóla, Ragnheiður Rós Kristjánsdóttir viðurkenningu skólanefndar fyrir að vera góður skólaþegn. Ragnheiður hefur tekið miklum framförum í námi í vetur. Hún er einstaklega kurteis og prúð í allri framkomu og góður félagi. Við í Síðuskóla erum stolt af að hafa Ragnheiði í skólanum okkar og óskum henni innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.
Lesa meira