Norræna skólahlaupið og göngum í skólann

Þriðjudaginn 6. september verður Norræna skólahlaupið í Síðuskóla. Þetta er árviss viðburður þar sem allir nemendur skólans hlaupa eða ganga ákveðna vegalengd. Lengi hefur verið hefð í Síðuskóla að taka tímann og veita þeim sem fljótastir eru viðurkenningu. Að þessu sinni verður breytt til þar sem engin tímataka verður. Nemendur hafa hins vegar val um að hlaupa 1,2, eða 4 hringi en hringurinn er tæplega tveir og hálfur kílómetri. Nemendur 1. bekkjar fara þó bara einn hring í fylgd kennara. Hlaupið hefst klukkan 10:25 og nemendur borða hádegismat að hlaupi loknu. Hefðbundinn kennsla hefst svo aftur þegar hlaupi lýkur.  Miðvikudaginn 7. september hefst síðan átakið göngum í skólann. Þá hvetjum við alla til að ganga eða hjóla í skólann í stað þess að þiggja far. Vert er að minna á umferðarlög, 40. grein þar sem nemendum yngri en 7 ára er óheimilt að hjóla í umferðinni nema í fylgd með fullorðnum. Við mælumst til að nemendur í 1. bekk komi gangandi en þeir sem eru í 2. bekk megi koma á hjóli að hausti.
Þriðjudaginn 6. september verður Norræna skólahlaupið í Síðuskóla. Þetta er árviss viðburður þar sem allir nemendur skólans hlaupa eða ganga ákveðna vegalengd. Lengi hefur verið hefð í Síðuskóla að taka tímann og veita þeim sem fljótastir eru viðurkenningu. Að þessu sinni verður breytt til þar sem engin tímataka verður. Nemendur hafa hins vegar val um að hlaupa 1,2, eða 4 hringi en hringurinn er tæplega tveir og hálfur kílómetri. Nemendur 1. bekkjar fara þó bara einn hring í fylgd kennara.

Hlaupið hefst klukkan 10:25 og nemendur borða hádegismat að hlaupi loknu. Hefðbundinn kennsla hefst svo aftur þegar hlaupi lýkur.
 

Miðvikudaginn 7. september hefst síðan átakið göngum í skólann. Þá hvetjum við alla til að ganga eða hjóla í skólann í stað þess að þiggja far. Vert er að minna á umferðarlög, 40. grein þar sem nemendum yngri en 7 ára er óheimilt að hjóla í umferðinni nema í fylgd með fullorðnum. Við mælumst til að nemendur í 1. bekk komi gangandi en þeir sem eru í 2. bekk megi koma á hjóli að hausti.