ÍSAT

Öðruvísi dagar 9. - 13. janúar

Í vikunni 9. - 13. janúar stendur nemendaráðið fyrir "öðruvísi dögum" þar sem nemendur eru hvattir til að mæta í öðruvísi fötum en venjulega. Það er gaman ef sem flestir geta tekið þátt og sett þannig svip á skólabraginn :) Hver dagur hefur sitt einkenni: Mánudagur 9. janúar - Íþróttaföt Þriðjudagur 10. janúar - Stelpur í strákafötum og strákar í stelpufötum Miðvikudagur 11. janúar - Rauður dagur Fimmtudagur 12. janúar - Náttfatadagur Föstudagur 13. janúar - Sparifatadagur
Lesa meira

Jólakveðja

Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Nemendur mæta aftur í skólann miðvikudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá. Þriðjudaginn 3. janúar er skipulagsdagur og Frístund er opin frá 13:00 - 16:15 þann dag.
Lesa meira

Lestrarbingó Heimilis og skóla

Daglegur lestur er mikilvægur til að efla leshraða og auka almenna færni í lestri. Tilvalið er að lesa í jólafríinu. Lestrarbingó Heimilis og Skóla má nálgast hér ef menn vilja gera lesturinn að leik í jólafríinu. Bingóspjald 1 Bingóspjald 2
Lesa meira

Litlu jólin 21. desember

Síðasti skóladagurinn þetta árið í Síðuskóla er 21. desember. Þá verða litlu jólin haldin frá klukkan 9:00-11:00. Dagskrá er með hefðbundnu sniði. Það mæta allir í sínar heimastofur klukkan 9:00. Það horfa allir á jólaleikrit 6. bekkjar á sal sem tekur um 20 mínútur en dvelja svo með umsjónarkennara í heimastofum. Þangað koma jólasveinar í heimsókn og færa nemendum mandarínur.  Um klukkan 10:00 verður farið inn í íþróttasal en þar munu allir nemendur skólans ganga saman kringum jólatré og syngja saman gömul og góð jólalög. Dagskrá lýkur klukkan 11:00 þennan morgun. Þá fara nemendur heim, nema þeir sem skráðir eru í Frístund þennan dag. Skóli hefst aftur að jólaleyfi loknu miðvikudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Microbit smátölvur í 6. og 7. bekk

Verkefni er hafið í skólanum sem heitir  Kóðinn 1.0 og snýst um að kynna grunnatriði forritunar fyrir nemendum í 6. og 7. bekk. Það fá allir nemendur afhenta smátölvu (microbit) sem þeir geta forritað og leikið sér með.  Um er að ræða samstarfsverkefni grunnskóla í landinu og mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka iðnaðarins ásamt fyrirtækjum í tæknigeiranum.  Hægt er að finna upplýsingar um verkefnið á KrakkaRÚV, www.krakkaruv.is . Þegar 6. bekkur fékk sínar smátölvur afhentar vöktu þær mikinn áhuga, sumir höfðu heyrt af verkefninu aðrir vissu ekkert hvað þetta var. Þessar myndir, sem hér má sjá, voru teknar þegar þau fengu þær í hendur. Það fá síðan allir 6.bekkingar að taka sína smátölvu með heim eftir tvær kennslustundir í skólanum.
Lesa meira

Söngsalur og föndur

Í dag byrjuðu allir nemendur skóladaginn á söngsal. Þar voru jólalögin í fyrirrúmi en það voru 2. bekkur og 7. bekkur sem völdu lögin að þessu sinni. Eftir söngsalinn tók við óhefðbundin dagskrá á öllum stigum. Þar var margs konar föndur í boði og nemendur útbjuggu hin ýmsu listaverk. Á unglingastigi var einnig í boði að læra, spila eða horfa á kvikmynd ef föndrið heillaði ekki. Nemendur nutu sín þennan dag eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Lesa meira

Starfskynningar 8. bekkjar

Síðustu daga hafa nemendur í 8. bekk heimsótt og kynnt sér starfsemi hinna ýmsu fyrirtækja og starfa. Unnið var úr upplýsingum í skólanum. Allir hópar gerðu veggspjöld og útbjuggu bás og foreldrum og forráðamönnum var síðan boðið í heimsókn til að kíkja á afraksturinn og nemendum í 7. bekk. Kaffi og kökur voru í boði. Hér má sjá myndir.
Lesa meira

Umbun 1. bekkur

Í dag var umbun hjá 1. bekk og fóru allir út að gera snjókarla. Hér má sjá myndir og skemmtu allir sér vel, eins og sjá má á þessum myndum.
Lesa meira

SMT vináttudagur

Einkunnarorð Síðuskóla eru ábyrgð, virðing og vinátta. Við höldum þessum orðum á lofti alla daga en árlega höldum við vináttudag. Þá hittast vinaárgangar og gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins.  í dag fór 6. bekkur í heimsókn í íþróttatíma í 1. bekk og lék með og aðstoðaði yngstu nemendur skólans. í 2. bekk og 7. bekk spiluðu eldri og yngri nemendur saman en það var einnig gert í 3. bekk og 8. bekk, sem og 4. bekk og 9. bekk. Að þessu sinni ætla 5. bekkur og 10. bekkur að hittast á morgun þar sem önnur störf eru meira aðkallandi í dag. Hér má sjá myndir frá vináttudeginum.
Lesa meira

Lestrarkeppni Síðuskóla 2016

Í gær voru kynnt úrslit í Lestrarkeppni Síðuskóla sem er nýlokið. Hún fór þannig fram að nemendur 2. – 10. bekkjar söfnuðu klst. sem þeir lásu, þær voru skráðar og í lokin var reiknaður út meðaltími á hvern nemanda í hverjum bekk fyrir sig. Úrslitin urðu þau að 4. bekkur vann með 4,93 klst. að meðaltali á nemanda. Allir nemendur komu á sal í morgun þar sem úrslitin voru kynnt. FOKS, Foreldra- og kennarafélag Síðuskóla, gaf verðlaunin sem voru pizzuveisla og komu þeir Sigmundur og Heimir og afhentu gjafabréf. Myndin sem fylgir fréttinni er af verðlaunabekknum, en hana má einnig sjá hér.
Lesa meira