Lestrarkeppni Síðuskóla 2016

Í gær voru kynnt úrslit í Lestrarkeppni Síðuskóla sem er nýlokið. Hún fór þannig fram að nemendur 2. – 10. bekkjar söfnuðu klst. sem þeir lásu, þær voru skráðar og í lokin var reiknaður út meðaltími á hvern nemanda í hverjum bekk fyrir sig. Úrslitin urðu þau að 4. bekkur vann með 4,93 klst. að meðaltali á nemanda. Allir nemendur komu á sal í morgun þar sem úrslitin voru kynnt. FOKS, Foreldra- og kennarafélag Síðuskóla, gaf verðlaunin sem voru pizzuveisla og komu þeir Sigmundur og Heimir og afhentu gjafabréf. Myndin sem fylgir fréttinni er af verðlaunabekknum, en hana má einnig sjá hér.

Í gær voru kynnt úrslit í Lestrarkeppni Síðuskóla sem er nýlokið. Hún fór þannig fram að nemendur 2. – 10. bekkjar söfnuðu klst. sem þeir lásu, þær voru skráðar og í lokin var reiknaður út meðaltími á hvern nemanda í hverjum bekk fyrir sig. Úrslitin urðu þau að 4. bekkur vann með 4,93 klst. að meðaltali á nemanda. Allir nemendur komu á sal í morgun þar sem úrslitin voru kynnt. FOKS, Foreldra- og kennarafélag Síðuskóla, gaf verðlaunin sem voru pizzuveisla og komu þeir Sigmundur og Heimir og afhentu gjafabréf. Myndin sem fylgir fréttinni er af verðlaunabekknum, en hana má einnig sjá hér.